Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
131. fundur
þriðjudaginn 26. nóvember 2019 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði:
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir , skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1.
|
Verkefnahópur um hreinsun Andakílsár- Mál nr. 1706006
| |
Haldinn var fundur þann 25. október sl. í Landbúnaðarháskólameð hagsmunaaðilum Skorradalsvatns og Andakílsár vegna Andakílsárvirkjunar og ON.
| ||
Fundargerð lögð fram og kynnt
| ||
2.
|
Reglur um skráningu jarðfastra minja vegna skipulags og framkvæmda nr. 620-2019- Mál nr. 1911007
| |
Minjastofnun Íslands hefur gefið út reglur um skráningu jarðfastra minja vegna skipulags og framkvæmda nr. 620/2019 sem unnar voru í samráði við Samband íslenskra sveitarfélags, sbr. 15. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Reglurnar er að finna á vefsíðu stofnunarinnar
| ||
Tölvupóstur frá Minjastofnun Íslands lagður fram og kynntur.
| ||
Skipulagsmál
| ||
3.
|
Skipulagsdagurinn 2019- Mál nr. 1911006
| |
Skipulagsdagurinn 2019 var haldinn þann 8. nóvember sl. í Hörpu. Yfirskrift dagsins var: „Skipulag um framtíðina, samspil skipulags við áætlanagerð um byggð, samgöngur og nýtingu lands“. Skipulagsfulltrúi fór fyrir hönd sveitarfélagsins.
| ||
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir deginum.
| ||
4.
|
Indriðastaðir, verslun og þjónusta, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1902003
| |
Tillagan var auglýst í Morgunblaðinu þann 27.9.2019 og birt í Lögbirtingarblaðinu þann 30.9.2019, og lá frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og Skipulagsstofnunar frá 30. september til 11. nóvember 2019. Engar athugsemdir bárust á auglýsingartíma.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytingu aðalskipulags sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar í Morgunblaðinu og senda Skipulagsstofnun tillöguna innan tólf vikna til staðfestingar stofnunarinnar, til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
| ||
5.
|
Endurskoðun aðalskipulags- Mál nr. 1909017
| |
Skipulagsfulltrúi hefur verið í sambandi við Skipulagsstofnun vegna málsins.
| ||
Skipulagsfulltrúi kynnti málið.
| ||
6.
|
Dagverðarnes, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1812001
| |
Tillagan var auglýst í Morgunblaðinu þann 27.9.2019 og birt í Lögbirtingarblaðinu þann 30.9.2019, og lá frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og Skipulagsstofnunar frá 30. september til 11. nóvember 2019. Engar athugsemdir bárust á auglýsingartíma.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytingu aðalskipulags sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar í Morgunblaðinu og senda Skipulagsstofnun tillöguna innan tólf vikna til staðfestingar stofnunarinnar og til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
| ||
Framkvæmdarleyfi
| ||
7.
|
Mófellsstaðir, framkvæmdaleyfi efnistöku í Kaldá- Mál nr. 1911001
| |
Óskað hefur verið eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í árfarvegi Kaldár neðan Mófellsstaðavegar. Um er að ræða efnistöku á 3.000 m3 af möl sem tekin yrðu næstu 5 árin. Stærð svæðis er 8.000 m2. Umsögn Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun liggur fyrir.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir umsókn og fylgigögn. Nefndin óskar eftir að umsækjandi leggi fram hæðalínulíkan sem sýnir núverandi landlegu efnistökustaðar, afmörkun efnistökustaðarins, jarðamerki og áætlun um efnistöku innan svæðisins næstu 5 árin. Málinu frestað.
| ||
Fyrispurn
| ||
8.
|
Vegtenging við bátaskýlalóðir í landi Hvamms- Mál nr. 1911004
| |
Fyrirspurn hefur borist frá landeiganda Hvamms vegna vegtengingar við bátaskýlalóðir við Viðihvamm 2 og 6 í landi Hvamms. Veglína er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag, um er að ræða færslu veglínu norður fyrir lóðir Víðihvamms 2 og 6, en samkvæmt deiliskipulagi liggur hún sunnan við lóðirnar. Vegur hefur ekki verið lagður. Ný veglína fer inn á lóð Skógræktarinnar lnr. 191519.
| ||
Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að um sé að ræða óverulega breytingu deiliskipulags og að grenndarkynna þurfi breytinguna fyrir grönnum og samþykki allra landeiganda liggi fyrir.
| ||
Önnur mál
| ||
9.
|
Umsögn, breyting á reglugerð um MÁU og framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1911005
| |
Drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi hefur verið birt í Samráðsgátt. Umsögn sveitarfélagsins lögð fram og kynnt.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að umsögn verði kynnt í hreppsnefnd.
| ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.
15:00.