130 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
130. fundur

þriðjudaginn 22. október 2019 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Framkvæmdarleyfi

1.

Vegaframkvæmd í Hvammi og Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1811007

Vegaframkvæmdir eru í gangi í landi Hvamms og Dagverðarness. Óskað var eftir fundi með Vegagerðinni til að fara yfir stöðu framkvæmdarinnar og um framvindu verksins. Á fundinn mættu Pálmi Þór Sævarsson, Kristinn Lind Guðmundsson, Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og Guðmundur Pétursson.

Fulltrúar Vegagerðarinnar fóru yfir stöðu framkvæmdarinnar. Góð og gagnleg umræða skapaðist um málið.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

14:30.