Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Mánudaginn 30. ágúst 2010 kl. 20:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Erindi frá Svölu Guðmundsdóttur vegna Fitjahlíðar 51A – Mál nr. 1008001
| |
Lagður fram tölvupóstur frá Svölu Guðmundsdóttur.Farið er yfir hennar hlíð málsins vegna Fitjahlíðar 51A og gagntilboð hennar.
| ||
Eigendum Fitjahlíðar 51A var gert tilboð vegna málsins. Að teknu tilliti til alls, sem á undan er gengið þá samþykkir hreppsnefnd að ganga að þessu tilboði, og felur oddvita að ljúka málinu á morgun 31. ágúst.
| ||
|
||
2
|
Birkimói 3 – Mál nr. 1006050
| |
Lagðar fram 3 umsóknir um leigu á húsinu.
| ||
Samþykkt að leigja Gísla Baldri Henrýsyni húsið frá og með 1. september n.k.
| ||
|
||
3
|
Ósk um lögheimilisflutning. – Mál nr. 1008002
| |
Ósk Sigrúnar Þormars og Gunnars Alberts Rögnvaldssonar að flytja lögheimili sitt að Dagverðarnesi 72
| ||
Fram hefur komið, að hjónin, sem þar búa, fluttu frá Danmörku í vor, og hafa engan annan samastað hér á landi en í Dagverðarnesi 72. Hreppsnefnd samþykkir að lögheimilið verði þarna skráð, en með þeim skilmálum, að sveitarfélagið tekur engan þátt í eða ber ábyrgð á neysluvatnsöflun fyrir Dagverðarnes 72, enda á forræði landeiganda Dagverðarness. Varðandi snjómokstur ber sveitarfélagið ekki ábyrgð á hreinsun á vegi frá þjóðvegi nr. 508 að Dagverðarnesi 72
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
4
|
Fundargerð Húsnefndar Brúnar – Mál nr. 1008003
| |
Lögð fram fundargerð Húsnefndar Brúnar frá 11. júní s.l. ásamt tillögu að nýrri gjaldskrá.
| ||
Fundargerðin og gjaldskráin samþykkt.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
20:30.