Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5, fundur nr. 13
Fundargerð
18. febrúar 2013
Fundur búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 haldinn þann 18. febrúar 2013 kl. 14:00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar. Mætt eru Sigrún Ólafsdóttir og Jón Eyjólfsson (varafulltrúi) fyrir hönd Borgarbyggðar og Pétur Davíðsson fyrir hönd Skorradalshrepps.
Einnig situr fundinn Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi Borgarbyggðar.
Í upphafi fundar kynnti Björg erindi frá Guðmundi Sigurðssyni formanni búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 um ótímabundið leyfi frá störfum nefndarinnar meðan hann gegndi stöðu framkvæmdarstjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands.
Jón setti síðan fund sem aldurforseti nefndarinnar og stjórnaði kjöri formanns.
Var síðan gengið til dagskrá.
- Kosning formanns í leyfi Guðmundar Sigurðarsonar:
Stungið var upp á Sigrúnu sem formanni sem gildir í fjarveru Guðmundar Sigurðssonar. Það samþykkt.
Sigrún tekur þá við stjórn fundarins.
- Drög að samningi við Búnaðarsamtök Vesturlands um búfjáreftirlit 2012-13.
Umræður urðu um framkvæmd síðasta samnings, gjaldtöku og fleira. Lagðar eru fram upplýsingar um kostnað sveitarfélaga á öðrum svæðum. Lögð fram tillaga að nýjum samningi. Urðu miklar umræður um hann. Ákveðið er að fá framkvæmdarstjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands á fund nefndarinnar. Afgreiðslu samnings frestað.
- Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit. Var það upplýst á fundinum að Borgarbyggð hafði gert breytingartillögur á gjaldskránni við umræðu í byggðaráði s.l. haust. Þær breytingar hafa ekki borist nefndinni ennþá. Rætt staða málsins. Málinu frestað til næsta fundar.
Ekki fleira gert og fundi slitið, kl. 15:15
Pétur Davíðsson, ritari