13 – Búfjáreftirlitsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshr

Skorradalshreppur

Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5, fundur nr. 13
Fundargerð
18. febrúar 2013
Fundur búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 haldinn þann 18. febrúar 2013 kl. 14:00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar. Mætt eru Sigrún Ólafsdóttir og Jón Eyjólfsson (varafulltrúi) fyrir hönd Borgarbyggðar og Pétur Davíðsson fyrir hönd Skorradalshrepps.
Einnig situr fundinn Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi Borgarbyggðar.

Í upphafi fundar kynnti Björg erindi frá Guðmundi Sigurðssyni formanni búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 um ótímabundið leyfi frá störfum nefndarinnar meðan hann gegndi stöðu framkvæmdarstjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands.

Jón setti síðan fund sem aldurforseti nefndarinnar og stjórnaði kjöri formanns.

Var síðan gengið til dagskrá.

  1. Kosning formanns í leyfi Guðmundar Sigurðarsonar:

    Stungið var upp á Sigrúnu sem formanni sem gildir í fjarveru Guðmundar Sigurðssonar. Það samþykkt.

    Sigrún tekur þá við stjórn fundarins.

  2. Drög að samningi við Búnaðarsamtök Vesturlands um búfjáreftirlit 2012-13.

    Umræður urðu um framkvæmd síðasta samnings, gjaldtöku og fleira. Lagðar eru fram upplýsingar um kostnað sveitarfélaga á öðrum svæðum. Lögð fram tillaga að nýjum samningi. Urðu miklar umræður um hann. Ákveðið er að fá framkvæmdarstjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands á fund nefndarinnar. Afgreiðslu samnings frestað.

  1. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.

    Var það upplýst á fundinum að Borgarbyggð hafði gert breytingartillögur á gjaldskránni við umræðu í byggðaráði s.l. haust. Þær breytingar hafa ekki borist nefndinni ennþá. Rætt staða málsins. Málinu frestað til næsta fundar.

Ekki fleira gert og fundi slitið, kl. 15:15
Pétur Davíðsson, ritari