Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
129. fundur
þriðjudaginn 1. október 2019 kl.12:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Jón E. Einarsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði:
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1.
|
Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja- Mál nr. 1903006
| |
Samstarfshópur fundaði um friðlýsingu þann 16. september 2019 á Hvanneyri. Farið var yfir fyrirhugaða afmörkun svæðisins, drög að auglýsingu um friðlýsingu og nafn friðlýsts svæðis. Umhverfisstofnun óskar eftir tillögum um heiti svæðis, upplýsingar um mögulega hagsmunaaðila og samþykki sveitarfélagsins fyrir friðlýsingu svæðisins.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja áform um friðlýsingu svæðisins. Nefndin leggur enn fremur til að heiti friðlýsts svæðis verði Engjar Fitjaár. Það er mat nefndarinnar að lóðarhafar Fitjahlíðar sem liggja að fyrirhuguðu friðlýstu svæði séu einnig hagsmunaaðilar.
| ||
Fundargerð
| ||
2.
|
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 53- Mál nr. 1909004F
| |
2.1
|
1511012 – Indriðastaðir / Kaldárkot, umsókn um byggingarleyfi
| |
2.2
|
1906009 – Stráksmýri 7, umsókn um byggingarleyfi
| |
2.3
|
1907001 – Skálalækjarás 5 byggingarmál
| |
Skipulagsmál
| ||
3.
|
Dagverðarnes, svæði 5, lóðir 58-61, deiliskipulag- Mál nr. 1902004
| |
Á 133. fundi hreppsnefndar var deiliskipulag frístundabyggðar á svæði 5, fyrir lóðir nr. 58-61, samþykkt. Láðst hafði að óska umsagna auglýstrar tillögu deiliskipulags áður en hreppsnefnd samþykkti tillöguna. Brugðist hefur verið við því og óskað var umsagnar Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HEV) og Minjastofnunar Íslands. Umsagnir eru lagðar fram og kynntar.
| ||
Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að umsagnir hafi ekki áhrif á auglýsta tillögu, en gerð var leiðrétting á kafla 2.1 í samræmi við umsögn Umhverfisstofnunar og HEV. Einnig var kafli 5 er varðar kynningu og samráð uppfærður í samræmi við umsagnir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja deiliskipulag frístundabyggðar, svæði 5, lóðir nr. 58-61, ásamt ofangreindum breytingum sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
4.
|
Indriðastaðir Dyrholt, nýtt deiliskipulag- Mál nr. 1908011
| |
Málinu var frestað á 127. fundi skipulags- og byggingarnefndar.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að auglýsa deiliskipulag Dyrholts í landi Indriðastaða sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar tekið hefur verið tillit til ábendinga nefndarinnar. Við gildistöku skipulagsins mun deiliskipulag sem samþykkt var í hreppsnefnd þann 11. nóv. 2003 fellt úr gildi.
| ||
5.
|
Endurskoðun aðalskipulags- Mál nr. 1909017
| |
Erindi barst frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort hafin er eða áformuð vinna við gerð eða endurskoðun aðal- eða svæðisskipulags og hvort að fyrirhugað er að leita eftir kostnaðarþátttöku Skipulagssjóðs vegna þeirrar skipulagsvinnu á yfirstandandi eða komandi ári.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óskað verði eftir kostnaðarþátttöku Skipulagssjóðs við endurskoðun aðalskipulags og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
6.
|
Kæra nr. 81/2018, Fitjar, óveruleg breyting aðalskipulags- Mál nr. 1806003
| |
Niðurstaða lá fyrir hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann 13. september 2019 er varðar kæru Karólínu Huldu Guðmundsdóttur og Jóns Arnars Guðmundssonar á hendur sveitarfélaginu. Kærumálinu var vísað frá úrskurðarnefndinni.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að niðurstaðan verði kynnt hreppsnefnd.
| ||
7.
|
Kæra nr. 21-2019, Fitjar, uppskipting lóða- Mál nr. 1903007
| |
Niðurstaða lá fyrir hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann 27. september 2019 er varðar kæru Karólínu Huldu Guðmundsdóttur og Jóns Arnars Guðmundssonar á hendur sveitarfélaginu að skipta lóðinni Fitjahlíð 30 í tvennt og sameina hvorn helming fyrir sig við lóðirnar Fitjahlíð 28 og 32. Kærumálinu var vísað frá úrskurðarnefndinni.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að niðurstaðan verði kynnt hreppsnefnd.
| ||
8.
|
Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.- Mál nr. 1806012
| |
Málinu var frestað á 122. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Í ljósi úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. september 2019 leggur úrskurðarnefndin fyrir hreppsnefnd Skorradalshrepps að taka umsókn kærenda til efnislegrar meðferðar á grundvelli skipulagslaga.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að hafna umsókn um að skipta lóð Fitjahlíðar 30 í tvennt og sameina hvorn helming fyrir sig við lóðirnar Fitjahlíð 28 og 32 þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag umræddra lóða.
| ||
Framkvæmdarleyfi
| ||
9.
|
Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1704004
| |
Á 136. fundi hreppsnefndar var bréfi Ríkissaksóknara vísað til skipulags- og byggingarnefndar. Ríkissaksóknari felldi úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi, dags. 10. maí 2019, að hætta rannsókn máls nr 313-2017-13291 með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála. Lagt er fyrir lögreglustjórann á Vesturlandi að ljúka rannsókn málsins samkvæmt nánari fyrirmælum ríkissaksóknara.
| ||
Erindi lagt fram og kynnt
| ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.
14:45.