miðvikudaginn 20. febrúar 2019 kl.15:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Almenn mál
| ||
1.
|
3 ára fjárhagsáætlun 2020-2022- Mál nr. 1812002
| |
Lögð fram til seinni umræðu.
| ||
Áætlunin samþykkt samhljóða.
| ||
2.
|
Persónufulltrúamál sveitarfélagsins.- Mál nr. 1811001
| |
Lagðir fram undirritaðir samningar við Dattaca Labs ehf.
| ||
Lagðir fram undirritaðir samningar.
| ||
3.
|
Heimasíða sveitarfélagsins.- Mál nr. 1902005
| |
Lagt fram tilboð um nýja vefsíðu fyrir Skorradalshrepp.
| ||
Fulltrúi Netvöktunar mætti á fundinn og fór yfir tilboðið. Samþykkt að fresta afgreiðslu og fela oddvita skoða málið betur.
| ||
Gestir
| ||
Aron Hallsson, Netvöktun ehf. –
| ||
4.
|
Heimasíða sveitarfélagsins.- Mál nr. 1902005
| |
Lögð fram drög að samning um umsjón með vefsíðu sveitarfélagsins.
| ||
Frestað á meðan verið er að skoða endurgerð heimasíðunnar.
| ||
5.
|
Erindi frá Borgarbyggð- Mál nr. 1811003
| |
Oddviti fór yfir fund með sveitarstjóra og félagsmálafulltrúa Borgarbyggðar um velferðarmál og hugsanlega endurskoðun samnings á milli sveitarfélaganna.
| ||
Fljótlega koma drög að nýjum samningi og málinu frestað.
| ||
6.
|
Erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi vegna rekstrar á árinu 2018.- Mál nr. 1812007
| |
Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu.
| ||
Samþykkt að veita 300.000 kr. styrk til Ungmennafélagsins sem er tekið af fjárhagsáætlun s.l. árs og gjaldfærist styrkurinn á því ári.
| ||
7.
|
Áskorun vegna Brákarhlíðar.- Mál nr. 1902006
| |
Varaoddviti átti fund 31. janúar s.l. með fulltrúum Borgarbyggðar og Eyja- Miklaholtshrepps um stöðu Brákarhlíðar.
| ||
Lögð fram sameiginleg bókun sveitarfélaganna.
Sveitarstjórnir Skorradalshrepps, Eyja- og Miklaholtshrepps og Borgarbyggðar taka sameiginlega heilshugar undir þau sjónarmið sem stjórn Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis, kom á framfæri í svarbréfi sínu til heilbrigðisráðuneytis 29. janúar s.l. þar sem lýst er vonbrigðum með þá afgreiðslu ráðuneytisins að hafna því að fjölga hjúkrunarrýmum á heimilinu. Afstaða ráðuneytisins veldur miklum vonbrigðum, biðlistar inn á Brákarhlíð eru verulegir, bæði í hjúkrunarrými sem og á dvalarrými. Því er sú ákvörðun ráðuneytisins, að hafna þeim möguleika að fjölga hjúkrunarrýmum um fjögur, án verulegs tilkostnaðar, bæði óvænt og illskiljanleg. Þau rök að staðan í heilbrigðisumdæmi Vesturlands varðandi fjölda fjölda hjúkrunarrýma í samanburði við önnur heilbrigðisumdæmi sé góð segir ekkert um stöðuna á biðlista inn á Brákarhlíð, til þess eru aðstæður innan heilbrigðisumdæmisins of ólíkar. Sveitarstjórnir Borgarbyggðar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Skorradalshrepps skora á heilbrigðisráðherra að endurmeta afstöðu ráðuneytisins og ganga til viðræðna við Brákarhlíð um fjölgun hjúkrunarrýma á þann hagkvæmasta hátt sem mögulegt er. samþykkt. | ||
8.
|
Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaganna.- Mál nr. 1902007
| |
Lögð fram.
| ||
Oddvita falið að skoða málið í tilliti til eldri reglugerðar.
| ||
9.
|
Húsafriðunarsjóður 2016- Mál nr. 1608008
| |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að verndaráætlun verði auglýst sbr. 4. mgr. 5.gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, í Morgunblaðinu og með dreifibréfi til íbúa og tillagan muni liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðu þess í að lágmarki 6 vikur.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu verndaráætlunar Framdalsins í Skorradal sbr. 4. mgr. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Hreppsnefnd leggur til að tillagan verði auglýst í Morgunblaðinu og Íbúanum. Tillagan verði einnig látin liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðu þess í að lágmarki 6 vikur. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
10.
|
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-140/2017, Skorradalshreppur gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu.- Mál nr. 1804004
| |
Landréttardómur féll 16. nóvember s.l. ekki í hag Skorradalshrepps og hinna 4 sveitarfélaganna sem eru samstíga.
| ||
Á fundi hreppsnefndar 12. desember s.l. var samþykkt að áfrýja til Hæstaréttar niðurstöðu Landsréttar. Bókunin virðist hafa dottið upp fyrir í fundargerðarkerfinu og er því endurbókuð hér.
| ||
11.
|
Erindi frá Sumarbústaðafélaginu í Fitjahlíð – styrkbeiðni.- Mál nr. 1811004
| |
Lögð fram styrkbeiðni.
| ||
Miklar umræður urðu um styrkbeiðnina.
Oddviti lagði til að hafna styrkbeiðninni. Samþykkt með meirihluta atkvæða. Í samræmi við umræðunna var oddvita falið að hefja mótunar stefnu sveitarfélagsins um stuðning við opinn svæði. | ||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
12.
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 121- Mál nr. 1902002F
| |
Lögð fram fundargerð frá 6. febrúar s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 4 liðum.
| ||
12.1
|
1608008 – Húsafriðunarsjóður 2016
| |
12.2
|
1902003 – Indriðastaðir, verslun og þjónusta, breyting aðalskipulags
| |
12.3
|
1403004 – Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn.
| |
12.4
|
1902004 – Dagverðarnes, svæði 5, lóðir 58-61, deiliskipulag
| |
Skipulagsmál
| ||
13.
|
Indriðastaðir, verslun og þjónusta, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1902003
| |
Óskað er eftir breytingu aðalskipulags í landi Indriðastaða, á svæði sem kallast Dyrholt. Lögð er fram lýsing breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að svæði sem eru skilgreind, annars vegar sem verslun- og þjónusta og er 2 ha að stærð, og hins vegar opið svæði til sérstakra nota og er 5 ha að stærð, verði breytt í samfellda frístundabyggð. Innan verslunar- og þjónustusvæðis eru byggð 4 frístundahús sem voru áður til útleigu í ferðaþjónustu. Eitt byggt hús er á opna svæðinu til sérstakra nota og er salernishús. Skipulags og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að lýsingin verði kynnt sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir almenningi og óskað verði umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Slökkviliðs Borgarbyggðar og landeigenda Indriðastaða.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að lýsingin verði kynnt fyrir almenningi með opnum degi sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óskað verði umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Slökkviliðs Borgarbyggðar og landeigenda Indriðastaða. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
14.
|
Dagverðarnes, svæði 5, lóðir 58-61, deiliskipulag- Mál nr. 1902004
| |
Lögð er fram til afgreiðslu, að beiðni landeiganda Dagverðarness, tillaga deiliskipulags fjögurra frístundalóða Dagverðarness 58, 59, 60 og 61. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að auglýsa deiliskipulag frístundalóða Dagverðarness 58, 59, 60 og 61 á svæði 5 sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnisins þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulag frístundalóða Dagverðarness 58, 59, 60 og 61 á svæði 5 sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
17:50.