Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
128. fundur
mánudaginn 16. september 2019 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði:
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir , skipulagsfulltrúi.
Sigrún Guttormsdóttir Þormar boðaði forföll, reynt var að boða varamenn.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1.
|
Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja- Mál nr. 1903006
| |
Á 124. fundi skipulags- og byggingarnefndar, þann 7. maí 2019, var lagt til að óska eftir fundi með fulltrúa umhverfisstofnunar. Eva B. Sólan Hannesdóttir, fulltrúi Umhverfisstofnunar, Guðríður Þorvarðardóttir, fulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Hildur Vésteinsdóttir, fulltrúi Umhverfisstofnunar komu á fund nefndarinnar.
| ||
Farið var yfir stöðu verkefnisins og málið rætt.
| ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.
14:00.