127 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 127

miðvikudaginn 12. desember 2018 kl.15:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Fjárhagsáætlun 2019- Mál nr. 1811002

Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun 2019

Fjárhagsáætlun samþykkt með smá breytingu. Niðurstaða áætlunar er 235 þúsund kr. í afgang af aðalsjóði og 95 þúsund kr. í afgang af A og B hluta.

Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2019 verði fyrir A-stofn 0,40% og fyrir B- og C- stofn 1,22%.

2.

3 ára fjárhagsáætlun 2020-2022- Mál nr. 1812002

Lögð fram til fyrri umræðu.

Samþykkt að vísa henni til síðari umræðu.

3.

9. mánaðauppggjör sveitarfélagins.- Mál nr. 1812003

Lagt fram 9. mánaðauppgjör vegna ársins 2018. Uppgjörið var kynnt á síðasta fundi hreppsnefndar.

4.

Persónufulltrúamál sveitarfélagins.- Mál nr. 1811001

Áframhald umræðu. Tilboð Dattaca Labs Iceland um starf persónufulltrúa.

Oddvita falið að ganga til samninga við Dattaca Labs.

5.

Húsafriðunarsjóður 2016- Mál nr. 1608008

Frestur til að skila greinargerð ásamt sundurliðuðum kostnaði við verkefnið verndarsvæði Framdalsins í Skorradal til Minjastofnunar Íslands rann út 1. des. sl. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óskað verði eftir auknum fresti eða fram til 1. mars 2019. Erindi hefur verið sent til MÍ og er lagt fram til samþykktar.

Hreppsnefnd samþykkir framlagt erindi.

6.

Húsafriðunarsjóður 2016- Mál nr. 1608008

Lögð er fram til umræðu tillaga að verndaráætlun fyrir Framdalinn sem ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. hefur unnið fyrir Skorradalshrepp. Við mótun tillögunnar voru haldnir samráðsfundir með Fornleifastofnun Íslands, sem sá um aðalskráningu fornleifa og húsakönnun, Skógræktinni og Framdalsfélaginu. Enn fremur voru landeigendur, umráðamenn lands og félagi sumarhúsaeiganda á Fitjum boðaðir til sameiginlegs samráðsfundar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að verndaráætlunin verði kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúum og öðrum hagsmunaaðilum verði gefinn kostur á að kynna sér hana og koma með ábendingar eigi síðar en 2. janúar 2019.

Hreppsnefnd samþykkir framlagða tillögu að verndaráætlun fyrir Framdalinn og samþykkir að verndaráætlunin verði kynnt óformlega á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúum og öðrum hagsmunaaðilum verði gefinn kostur á að kynna sér hana og koma með ábendingar eigi síðar en 2. janúar 2019. Stefnt er að, að óskað eftir formlegri auglýsingu tillögunnar til ráðherra í febrúar 2019.

Fundargerðir til staðfestingar

7.

Skipulags- og byggingarnefnd – 119- Mál nr. 1811003F

Lögð fram fundargerð frá 5. desember s.l.

Fundgerðin samþykkt í öllum 8. liðum.

7.1

1411012 – Fornleifaskráning í Skorradal

7.2

1608008 – Húsafriðunarsjóður 2016

7.3

1608008 – Húsafriðunarsjóður 2016

7.4

1805007 – Frístundabyggð í Hálsaskógi, 2. áfangi, breyting deiliskipulags

7.5

1812001 – Dagverðarnes, breyting aðalskipulags

7.6

1712001 – Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða

7.7

1811007 – Vegaframkvæmd í Hvammi og Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi

7.8

1607008 – Hvammsskógur,umsókn um framkvæmdaleyfi göngustígs

8.

Fundagerðir Húsnefndar Brúnar- Mál nr. 1812005

Lagðar fram 4 fundargerðir Húsnefndar Brúnar.

Samþykktar.

Skipulagsmál

9.

Frístundabyggð í Hálsaskógi, 2. áfangi, breyting deiliskipulags- Mál nr. 1805007

Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 26. október til 26. nóvember 2018. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags og skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta skipulagstillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. sipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta skipulagstillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

10.

Dagverðarnes, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1812001

Óskað er eftir breytingu aðalskipulags í landi Dagverðarness. Lögð er fram lýsing breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að hluti frístundabyggðasvæðis sem er 3,9 ha að stærð færist til og óbyggt svæði minnkar, en í þess stað verður skilgreint skógræktarsvæði. Breytingin varðar einungis svæði ofan Skorradalsvegar (508). Skipulags- og byggingarnefnd lagði til að efri mörk skógræktarsvæðis verði í samræmi við efri mörk skógræktarsvæðis í landi Stálpastaða til að gæta samræmis í heildar yfirbragð skógræktar í dalnum. Brugðist hefur verið við beiðni Skipulags- og byggingarnefndar um efri mörk skógræktarsvæðis. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að lýsingin verði kynnt fyrir almenningi og óskað verði umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Skógræktarinnar, Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar og Slökkviliðs Borgarbyggðar.

Hreppsnefnd samþykkir að lýsingin verði kynnt fyrir almenningi með opnum degi og óskað verði umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Skógræktarinnar, Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar og Slökkviliðs Borgarbyggðar sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Framkvæmdarleyfi

11.

Vegaframkvæmd í Hvammi og Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1811007

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu á 3,7 km löngum kafla Skorradalsvegar (508) í landi Hvamms og Dagverðarness. Ennfremur er óskað framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku 24.600 m3 við Kaldá ofan Mófellsstaðavegar(507) í landi Mófellsstaða. Efnistökusvæðið við Kaldá er nr. 9 skv. Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022 og er í flokki 1 sem þýðir að dýpt efnistökusvæðis má ekki vera meira en 1 metri miða við yfirborð meðalrennslis árinnar. Efnistakan er ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir endurbyggingu Skorradalsvegar og efnistöku í Kaldá sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki landeiganda og umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að efnistaka og frágangur efnistökusvæðis við Kaldá sé gerð í fullu samráði við veitufyrirtækin Ljóspunkt, Rarik og Veitur þar sem lagnir liggja um efnistökusvæðið. Skipulags- og byggingarnefnd bendir einnig á að huga þarf að burðarþoli Mófellsstaðavegar (507) vegna mikilla efnisflutninga úr námu A við Kaldá og mikilvægt að vegurinn verði styrktur og lagfærður á framkvæmdatíma. Lagt er til að framkvæmdaleyfi verði veitt til loka árs 2020.

Hreppsnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir endurbyggingu Skorradalsvegar og efnistöku í Kaldá sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til ábendinga skipulags- og byggingarnefndar er varðar veitulagnir á efnistökusvæði, Mófellsstaðaveg (507), samþykki landeiganda sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsögn Minjastofnunar Íslands. Hreppsnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt til loka árs 2020. Hreppsnefndin áréttar að afmörkun efnistökusvæðis ber að vera innan skilgreinds efnistökusvæðis sbr. Aðalskipulagi Skorradalshrepps og leggja þarf fram gögn þar að lútandi. Hreppsnefnd fer fram á að lagt verði fram hæðalínulíkan af svæðinu fyrir og eftir efnistöku. Sýnt verði fram á áætlaða efnistöku í upphafi framkvæmdar á grundvelli hæðalínulíkansins og að lokinni efnistöku verði lagt fram nýtt hæðalínulíkan þar sem lögð eru fram gögn sem sýna magn efnistöku til framkvæmdarinnar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

12.

Hvammsskógur,umsókn um framkvæmdaleyfi göngustígs- Mál nr. 1607008

Erindi barst frá Félagi sumarhúsaeigenda í Hvammi (FSH). Unnið hefur verið að lagningu göngustígs á milli lóðanna Hvammsskóga 30 og 32 sbr. veittu framkvæmdaleyfi útgefið þann 18. des. 2017. Framkvæmdum er ekki lokið þar sem ekki hefur náðst samkomulag við lóðarhafa lóðar Hvammsskóga 32 um flutning á hliði og heimreið. Hlið og heimreið lóðarinnar er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi verði framlengt til loka árs 2019 og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Hreppsnefndin samþykkir framlengingu framkvæmdaleyfis fram til loka árs 2019. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

17:00.