126 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
126. fundur

þriðjudaginn 6. ágúst 2019 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1.

Indriðastaðir 1b, umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 1704011

Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu, frá 11. júní til 11. júlí 2019. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja veitingu byggingarleyfis.

Skipulagsmál

2.

Indriðastaðir, verslun og þjónusta, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1902003

Tillaga breytingar aðalskipulags var kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins þann 28. maí 2019. Tillagan var einnig kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga með erindi sem sent var þann 2. júlí 2019. Tillagan var send Skipulagsstofnun til athugunar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið tillöguna og gerir nokkrar athugasemdir við tillöguna.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tekið verði tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og tillagan auglýst sbr. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br..

3.

Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða- Mál nr. 1712001

Tillaga deiliskipulags var kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaðilum á opnum degi þann 28. maí 2019. Tillagan var auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. frá 5. júní til 17. júlí 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja auglýsta tillögu deiliskipulags tveggja íbúðalóða í landi Fitja sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og birta auglýsingu um samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar sbr. 42. gr. sömu laga.

4.

Hvammsskógur 23, 25 og 27, breyting deiliskipulags- Mál nr. 1803001

Óveruleg breyting deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. var grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga frá 25. júní til 25. júlí 2019. Ein athugasemd barst á grenndarkynningartíma.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tekið verði tillit til innsendrar athugasemdar er varðar aðkomu að lóð og stækkun byggingarreits í átt að Furuhvammi 1 þannig að byggingarreitur sé óbreyttur til norðurs. Lagt er til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags að öðru leiti og samþykkt skipulagstillaga send til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

5.

Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032- Mál nr. 1908001

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 28. maí 2019 að auglýsa kynningu á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar sbr. skipulagslögum nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki þurfi að senda inn ábendingar vegna skipulagslýsingar.

Framkvæmdarleyfi

6.

Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1706013

Orka Náttúrunnar bauð á vinnustofu um málefni Andakílsárvirkjunar þann 19. júní 2019. Markmið vinnustofunnar var að auka samtal við íbúa og dvalargesti við Skorradalsvatn um málefni virkjunarinnar með sameiginlega hagsmuni um umhverfismál í huga. Pétur Davíðsson og Árni Hjörleifsson fóru fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundargerð lögð fram, Pétur gerði grein fyrir fundinum og fór yfir málið.

7.

Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1704004

Erindi sem sent var Ríkissaksóknara f.h. sveitarfélagsins, dags. 3.6. 2019, lagt fram og kynnt.

Fyrispurn

8.

Dagverðarnes 210- Mál nr. 1905014

Óskað er álits embættisins á því hvort heimilað yrði að reisa sumarhús á lóð 210 á svæði 4 í landi Dagverðarness í samræmi fyrir meðfylgjandi gögn.

Brúttóstærð sumarhússins er áætluð um 113 m²

Gestahús um 27 m² + geymslukjallari (27 m²)

Þegar deiliskipulagið var samþykkt 21. mars 1997 var í gildi gr. 6.10.7.6 byggingarreglugerðar nr. 177/1992 þar sem kveðið er á um að frístundahús megi ekki vera stærra en 60 fm. Ofangreint byggingarmagn á lóð 210 í Dagverðarnesi er því ekki heimilt nema að undangenginni óverulegri breytingu deiliskipulags.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

15:20.