126 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 126

miðvikudaginn 14. nóvember 2018 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Ástríður Guðmundsdóttir, hreppsnefndarmaður boðaði forföll rétt fyrir fundinn.
Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Ársreikningar Skorradalshrepps fyrir árin 2016 og 2017- Mál nr. 1809005

Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur ársins 2017

Ársreikningurinn samþykktur.

Niðurstaða A og B hluta sveitarsjóðs er jákvæð um 14.752 þús kr.

JEE vill bóka eftirfarandi: „Harmar það að ársreikningurinn 2017 hafi ekki verið afgreiddur á réttum tíma.“

Aðrir hreppsnefndarmenn taka undir þá bókun.

PD leggur til að ársreikningar s.l. ára verði birtir á www.skorradalur.is

Gestir

Konráð Konráðsson – KPMG –

2.

Fjárhagsáætlun 2019- Mál nr. 1811002

Áframhald fyrri umræðu.

Farið yfir áætlunina. Samþykkt að vísa henni til síðari umræðu.

3.

Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2019- Mál nr. 1811005

Oddviti leggur fram tillögu um lágmarksútsvarsprósentu fyrir árið 2019

Samþykkt að leggja á lágmarksútsvar 12,44% fyrir árið 2019.

Framkvæmdarleyfi

4.

Ljósleiðari, framkvæmdaleyfi 3. og 4. áfanga- Mál nr. 1809010

Ljóspunktur ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir 3. og 4. áfanga er varðar lagningu ljósleiðara í landi Litlu Drageyrar, Haga og Háafells í Skorradalshreppi. Lagðir eru fram uppdrættir, sem bárust með tölvupósti dags. 25.09.2018, sem sýna legu lagnar. Samþykki Vegagerðar og Minjastofnunar liggur fyrir. Samþykki landeiganda liggur ekki fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem heimilar að stytta grenndarkynningartíma með því að landeigendur áriti kynningargögn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúi verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki landeiganda liggur fyrir.

Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar landeigendur hafa áritað grenndarkynningargögn sbr. 3. mgr. 44. gr. sömu laga þar sem sveitarfélagið telur að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

01:30.