Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
121. fundur
miðvikudaginn 6. febrúar 2019 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Jón Friðrik Snorrason og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði:
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1.
|
Húsafriðunarsjóður 2016- Mál nr. 1608008
| |
Tillaga að verndaráætlun Framdalsins í Skorradal, dags. í febrúar 2019, er lögð fram.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að verndaráætlun verði auglýst sbr. 4. mgr. 5.gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, í Morgunblaðinu og Íbúanum. Erindi verði einnig sent til landeiganda og umsjónarmanna lands innan verndarsvæðis og nágranna sveitarfélaga til upplýsinga. Tillagan muni liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðu þess í að lágmarki 6 vikur.
| ||
Skipulagsmál
| ||
2.
|
Indriðastaðir, verslun og þjónusta, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1902003
| |
Óskað er eftir breytingu aðalskipulags í landi Indriðastaða, á svæði sem kallast Dyrholt. Lögð er fram lýsing breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að svæði sem eru skilgreind, annars vegar sem verslun- og þjónusta og er 2 ha að stærð, og hins vegar opið svæði til sérstakra nota og er 5 ha að stærð, verði breytt í samfellda frístundabyggð. Innan verslunar- og þjónustusvæðis eru byggð 4 frístundahús sem voru áður til útleigu í ferðaþjónustu. Eitt byggt hús er á opna svæðinu til sérstakra nota og er salernishús.
| ||
Skipulags og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að lýsingin verði kynnt sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir almenningi og óskað verði umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Slökkviliðs Borgarbyggðar og landeigenda Indriðastaða.
| ||
3.
|
Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn.- Mál nr. 1403004
| |
Málið var tekið fyrir á 82. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Skipulagsfulltrúi upplýsir nefndina um stöðu mála.
| ||
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
4.
|
Dagverðarnes, svæði 5, lóðir 58-61, deiliskipulag- Mál nr. 1902004
| |
Lögð er fram til afgreiðslu, að beiðni landeiganda Dagverðarness, tillaga deiliskipulags fjögurra frístundalóða Dagverðarness 58, 59, 60 og 61.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að auglýsa deiliskipulag frístundalóða Dagverðarness 58, 59, 60 og 61 á svæði 5 sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnisins þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.
15:20.