Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Ár 2007, þriðjudaginn 20. nóvember kl. 21:00 var haldinn 12. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Gísli Baldur Mörköre, Pétur Davíðsson, og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Skipulagsmál.
1. Dagverðarnes 133952, (00.0120.00) Mál nr. SK070024
Mál áður skráð:
Nr. 40109 á 133. fundi skipulags- og byggingarnefnd Borgarfjarðar, 13. júlí. 2004. Undir lið nr.2.
Nr. 60043 á 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar Skorradalshrepps 19. des. 2006. Undir lið nr. 20.
Tekið fyrir bréf frá Dagverðarnesi ehf., dags 22. júní 2007 varðandi aðalskipulagsmál.
Mælt er með, að eigandi komi á framfæri við skipulags- og byggingarnefnd, nánari útfærslum á breytingum á aðalskipulagi Dagverðarness, sem staðfest var 16. nóv. 1994. og fram koma í bréfi til hreppsnefndar Skorradalshrepps dags. 9. des. 2006.
2. Indriðastaðir 134056 (00.0300.00) Mál nr. 70037
Jörð í byggð
Indriðastaðir 134056
220551-2299 Inger Helgadóttir
Indriðastöðum 311 Borgarnes
Umsókn Sigurbjargar Óskar Áskelsdóttur f. h. eigenda Indriðastaða um breytingar á deiliskipulagi Bleikulágaráss. Breytingin felur í sér, að lóð nr. 2 við Lambaás verður skipt í tvær lóðir, 2a og 2b. Lagfærður uppdráttur dags. 13. 09. 2007.
Mælt með að erindinu verði hafnað, þar sem hámarksstærðir húsa eru ekki í samræmi við skipulagsskilmála og rökstuðning fyrir deiliskipulagstillögunni vantar.
3. Indriðastaðir 134056 (00.0300.00) Mál nr. 70039
Jörð í byggð
Indriðastaðir 134056
220551-2299 Inger Helgadóttir
Indriðastöðum 311 Borgarnes
Umsókn Sigurbjargar Óskar Áskelsdóttur f. h. eigenda Indriðastaða um breytingar á deiliskipulagi Indriðastaðahlíðar. Breytingin felur í sér að byggingarreitir á 21 lóð eru stækkaðir. Byggingarreitirnir eru á lóðum nr. 102, 104, 110, 112, 114, 116, 118, 120, 122, 124, 126, 128, 130, 132, 134, 162, 164, 168, 170, 172 og 173. Einnig er lóð nr. 156 skipt upp í tvær lóðir. Nýr vegur verður lagður að nýrri lóð nr. 156b. Engar breytingar verða á skilmálum deiliskipulagsins. Lagfærður uppdráttur dags. 11. 09. 2007.
Mælt er með, að erindinu verði hafnað, þar sem rökstuðning vantar með deiliskipulagsbreytingunni.
Byggingarleyfisumsóknir
4. Furuhvammur, lóð nr. 10 Mál nr.
Frístundabyggð
Óformleg umsókn um að byggja gestahús, samkvæmt uppdráttum gerðum af Arkidea arkitektum ehf. Dags. 10. 09. 2007.
Frestað, óskað er eftir formlegri umsókn. Einnig er vísað til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 00:02
Jón Eiríkur Einarsson formaður
Gísli Baldur Mörköre
Pétur Davíðsson
Árni Þór Helgason