12 – Búfjáreftirlitsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshr

Skorradalshreppur

Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5, fundur nr. 12
Fundargerð
19. september 2012
Símafundur búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 haldinn þann 19. september 2012 kl. 13:30. Mætt eru: Guðmundur Sigurðsson, formaður og Sigrún Ólafsdóttir fyrir hönd Borgarbyggðar (í símasambandi) og Pétur Davíðsson fyrir hönd Skorradalshrepps.

Guðmundur setti fund og bauð nefndarfólk velkomið. Var síðan gengið til dagskrá.

  1. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.

    Umræða var um gjaldskrá og breytingatillögur á henni. Formaður sagði frá fundi með byggðaráði Borgarbyggðar þann 6. september s.l.sem hann og PD sóttu. Var þar rætt um nokkur atriði í gjaldskránni. Eftir nokkra umræðu samþykkt að bæta við einni grein í gjaldskrána sem verður 3. grein. Hún er eftirfarandi:

    3. gr.

Komi til þess að grípa þurfi til fóðrunar og hýsingar búfjár, sbr. ákvæði 4. mgr. 10. gr. laga nr. 103/2002, skal búfjáreigandi greiða gjald sem nemur útlögðum kostnaði sveitarfélagsins hverju sinni.
Uppfærð gjaldskrá sent sveitarstjórnum til afgreiðslu.
Formaður mun síðan eftir staðfestingu sveitarstjórnanna senda gjaldskrá til staðfestingar í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Ekki fleira gert og fundi slitið, kl. 14:05
Pétur Davíðsson, ritari