118 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
118. fundur

þriðjudaginn 25. september 2018 kl.14:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Jón Friðrik Snorrason og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1.

Indriðastaðir 1b, umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 1704011

Málinu var frestað á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Lóðarhafi hefur óskað eftir að umhverfisráðherra veiti undanþágu frá gr. 5.3.2.5 lið d) í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsstofnun hefur málið til meðferðar og óskar umsagnar sveitarfélagsins um undanþágubeiðnina. Ekki liggur fyrir afstaða fyrirhugaðrar byggingar til lóðarmarka eða upplýsingar um fjarlægð frá Skorradalsvatni.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að fresta málinu þar til fyrir liggur afstöðumynd sem sýnir fyrirhugaða byggingu gagnvart lóðarmörkum og upplýsingar um fjarlægð frá vatni. Lagt er til að skipulagsfulltrúi upplýsi lóðarhafa um umræður á fundinum.

Framkvæmdarleyfi

2.

Ljósleiðari, framkvæmdaleyfi 3. og 4. áfanga- Mál nr. 1809010

Ljóspunktur ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir 3. og 4. áfanga er varðar lagningu ljósleiðara í landi Litlu Drageyrar, Haga og Háafells í Skorradalshreppi. Lagðir eru fram uppdrættir, sem bárust með tölvupósti dags. 25.09.2018, sem sýna legu lagnar. Samþykki Vegagerðar liggur fyrir. Umsögn Minjavarðar Vesturlands liggur ekki fyrir. Samþykki landeiganda liggur ekki fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem heimilar að stytta grenndarkynningartíma með því að landeigendur áriti kynningargögn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúi verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsögn Minjavarðar Vesturlands og samþykki landeiganda liggur fyrir.

3.

Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1704004

Ríkissaksóknari hefur tekið afstöðu til kæru Skorradalshrepps um að endurskoðuð verði ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi, um að hætta rannsókn málsins. Niðurstaða Ríkissaksóknara er að felld er úr gildi sú ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi, dags. 8. maí 2018, að hætta rannsókn málsins nr. 313-2017-13291 með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála.

Erindi ríkissaksóknara, dags. 12. sept. 2018, lagt fram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

15:19.