Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 118
miðvikudaginn 30. maí 2018 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Fundinn sátu einnig Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi og Ómar Karl Jóhannesson, lögmaður
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1704004
| |
Erindi barst frá aðstoðarsaksóknara, dags. 8. maí 2018, vegna lögreglumáls nr. 313-2017-13291. Rannsókn málsins hefur verið hætt með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Málið var tekið fyrir á síðasta hreppsnefndarfundi.
| ||
Ómar fór yfir stöðu málsins eftir að erindi barst frá aðstoðarsaksóknara. Bréf lögreglunnar um niðurstöðu málsins talið ófullnægjandi, t.d. aðeins byggt á einni skýrslutöku. Miklar umræður urðu um málið. Samþykkt að fela Ómari og Sigurbjörgu að klára kæru til Ríkissaksóknara.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
23:00.