Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
116. fundur
þriðjudaginn 3. júlí 2018 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Sæmundur Víglundsson og Jón Friðrik Snorrason.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Fyrsti fundur nýkjörinnar skipulags- og byggingarnefndar á kjörtímabilinu 2018-2022. Jón Friðrik Snorrason setti fundinn, en hann er aldursforseti nefndarinnar.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Kosning formanns og varaformanns – Mál nr. 1806019
| |
Jón Eiríkur Einarsson var kjörinn formaður og Pétur Davíðsson var kjörinn varaformaður.
| ||
Formaður situr afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og til vara varaformaður.
| ||
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
2
|
Ftijahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir. – Mál nr. 1806012
| |
Sótt er um að skipta Fitjahlíð 30 upp í tvær lóðir og sameina svo þær tvær við annarsvegar Fitjahlíð 28 og hinsvegar við Fitjahlíð 32. Bátaskýli, 210-6594, á Fitjahlíð 30 verður á Fitjahlíð 30a og þ.a.l. á Fitjahlíð 32 þegar allt er um garð gengið.
| ||
Málinu frestað þar sem ekki liggur fyrir fullnægjandi gögn sbr. c) lið 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna 6/2001. Leggja þarf fram hnitsettan uppdrátt sem staðfestur hefur verið af skipulagsyfirvöldum. Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
3
|
Hrísás 10 og 12, deiliskipulag Skálalækjar í landi Indriðastaða, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1806018
| |
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Skálalækjar í landi Indriðastaða er varðar sameiningu lóðanna Hrísás 10 og 12.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hrísás 8 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
| ||
|
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.
14:45.