Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 116
miðvikudaginn 11. apríl 2018 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Vatnshorn – Mál nr. 1211010
| |
Skógræktin samþykkti gagntilboð Skorrradalshrepps og liggur fyrir afsal fyrir sölu 16,439% hlut Skorradalshrepps í jörðinni Vatnshorni.
| ||
Afsalið samþykkt.
| ||
|
||
2
|
Erindi frá Lögreglustjóra Vesturlands – Mál nr. 1802006
| |
Lagt fram drög að samkomulagi um sameiginlegri almannavarnarnefnd á Vesturlandi.
| ||
Sveitarstjórn samþykkir drögin og felur oddvita að tilkynna það.
| ||
|
||
3
|
Mál nefnda Alþingis nr. 345. – Mál nr. 1804003
| |
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur.
| ||
Lagt fram
| ||
|
||
4
|
Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003
| |
Lagður fram undirritaður samningur við Fjarskiptasjóðs.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
5
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 113 – Mál nr. 1803001F
| |
Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 20. mars s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 8 liðum.
JEE og SFB vék af fundi á samþykkt á 5. lið fundargerðinnar. | ||
5.1
|
1608008 – Húsafriðunarsjóður 2016
| |
5.2
|
1802014 – Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum
| |
5.3
|
1801001 – Umsögn um nýtingarleyfi á grunnvatni, Hvammur
| |
5.4
|
1802015 – Virkjun vindorku á Íslandi, stefnumótun og leiðbeiningarrit Landverndar
| |
5.5
|
1802003 – Stækkun lóðar
| |
5.6
|
1706010 – Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags
| |
5.7
|
1803001 – Hvammsskógur 23, 25 og 27, breyting deiliskipulags
| |
5.8
|
1801003 – Indriðastaðir 5, lóðamál
| |
|
||
Skipulagsmál
| ||
6
|
Hvammsskógur 23, 25 og 27, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1803001
| |
Óskað hefur verið eftir breytingu deiliskipulags er varðar Hvammsskóg 23, 25 og 27. Breytingin varðar niðurfellingu lóðar Hvammsskógar 25 og stækkun lóðanna Hvammsskógar 23 og 27 er nemur stærð lóðar Hvammsskógar 25. Enn fremur er óskað eftir breyttri aðkomu lóðar Hvammsskógar 27.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Furuhvamms 1,3 og 5 og Hvammsskógi 21,24,26,28,30,32 og 39 og landeiganda.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
22:30.