Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
114. fundur
þriðjudaginn 15. maí 2018 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
SÓÁ vék af fundi undir lið 3
Þetta gerðist:
| 
 Fundargerðir til staðfestingar 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 47     –     Mál nr. 1804001F 
 | |
| 
 Fundargerð lögð fram og samþykkt. 
 | ||
| 
 1.1  
 | 
 1801002 – Vatnsendahlíð 116 
 | |
| 
 1.2  
 | 
 1711005 – Vatnsendahlíð 191, bygg.mál 
 | |
| 
 1.3  
 | 
 1804002 – Vatnsendahlíð 92, Umsókn um byggingarleyfi 
 | |
| 
 | 
||
| 
 2   
 | 
 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 48     –     Mál nr. 1805001F 
 | |
| 
 Fundargerð lögð fram og samþykkt. 
 | ||
| 
 2.1  
 | 
 1804001 – Hvammsskógur 27, Umsókn um byggingarleyfi 
 | |
| 
 2.2  
 | 
 1805003 – Refsholt 3, byggingarmál 
 | |
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 3   
 | 
 Breyting aðalskipulags Borgarbyggðar, skotæfingasvæði     –     Mál nr. 1805004 
 | |
| 
 Erindi barst frá Borgarbyggð þar sem breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar er kynnt fyrir aðliggjandi sveitarfélögum. Tillagan lögð fram. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillagan verði lögð fram og kynnt á hreppsnefndarfundi. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags     –     Mál nr. 1706010 
 | |
| 
 Tillaga breytingar aðalskipulags var send Skipulagsstofnun til athugunar. Gerðar voru breytingar á tillögunni í samræmi við ábendingar stofnunarinnar. Tillagan var auglýst frá 19. mars til og með 30. apríl 2018. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að breyting aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 í landi Indriðastaða og Mófellsstaða verði samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar og senda Skipulagsstofnun tillöguna innan tólf vikna til staðfestingar stofnunarinnar og birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 5   
 | 
 Indriðastaðahlíð og Kaldárkot, breyting deiliskipulags     –     Mál nr. 1706011 
 | |
| 
 Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt frá 3. apríl til og með 3. maí 2018. Ein athugasemd barst á grenndarkynningartíma. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd hefur yfirfarið innsenda athugsemd. Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemd í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir undanþágu hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 er varðar fjarlægð nýs frístundahúss frá ánni Kaldá. 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
14:10.
