113 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
113. fundur

þriðjudaginn 20. mars 2018 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Húsafriðunarsjóður 2016 – Mál nr. 1608008

Sótt hefur verið um frest til Minjastofnunar Íslands (MÍ) á skilum á lokaskýrslu verkefnisins Verndarsvæði í byggð – Framdalurinn – Fitjasókn í Skorradal. Frestur hefur verið veittur fram til 1. des. 2018. Alta vann greinargerð með umsókn til Minjastofnunar

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að kallað verði eftir bakgrunnsgögnum greinargerðar Verndarsvæðis í byggð-Framdalurinn-Fitjasókn frá Alta og öllum þeim gögnum sem Alta býr yfir varðandi verkefnið.

2

Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum – Mál nr. 1802014

Komin er í umsagnarferli landsáætlun bæði stefnumótun og aðgerðaráætlun 2018-2020 um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Stefnumótun og aðgerðaráætlun lögð fram.

3

Umsögn um nýtingarleyfi á grunnvatni, Hvammur – Mál nr. 1801001

Orkustofnun hefur gefið út nýtingarleyfi á grunnvatni í landi Hvamms til Félags sumarhúsaeigenda í Hvammi.

Nýtingarleyfið lagt fram.

4

Virkjun vindorku á Íslandi, stefnumótun og leiðbeiningarrit Landverndar – Mál nr. 1802015

Landvernd sendir nýja stefnumótunar- og leiðbeiningarrit á öll sveitarfélög sem ber nafnið „Virkjun vindorku á Íslandi“

Ritið lagt fram.

Byggingarleyfismál

5

Stækkun lóðar – Mál nr. 1802003

Sótt er um stækkun lóðar Mófellsstaðakots. Lóðin var 4.891 fm að stærð. Heildar stærð lóðar eftir stækkun verður 10.221 fm. Samþykki landeiganda liggur fyrir. Uppdráttur dags. 20.6.2016 lagður fram.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja stækkun lóðar og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. JEE vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsmál

6

Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1706010

Á 115. fundi hreppsnefndar var samþykkt að auglýsa tillögu breytingar aðalskipulags með fyrirvara um athugun Skipulagsstofnunar. Athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið. Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemd við að skipulagstillagan yrði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga en benti á nokkur atriði sem mætti lagfæra. Tekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar og tillagan verið auglýst í Lögbirtingarblaðinu og Morgunblaðinu. Tillagan er aðgengileg á heimasíðu og skrifstofu sveitarfélagsins og hjá Skipulagsstofnun. Tillagan verður í auglýsingarferli fram til 30. apríl nk. og ber að skila inn athugsemdum eigi síðar en 30. apríl 2018.

Tillagan lögð fram.

7

Hvammsskógur 23, 25 og 27, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1803001

Óskað hefur verið eftir breytingu deiliskipulags er varðar Hvammsskóg 23, 25 og 27. Breytingin varðar niðurfellingu lóðar Hvammsskógar 25 og stækkun lóðanna Hvammsskógar 23 og 27 er nemur stærð lóðar Hvammsskógar 25. Enn fremur er óskað eftir breyttri aðkomu lóðar Hvammsskógar 27.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Furuhvamms 1,3 og 5 og Hvammsskógi 21,24,26,28,30,32 og 39 og landeiganda.

Önnur mál

8

Indriðastaðir 5, lóðamál – Mál nr. 1801003

Indriðastaðir 5, landnr. 134062 verði skráð hjá þjóðskrá samkvæmt skráðri stærð hennar í þinglýstum gögnum. Hjá þjóðskrá er lóðin skráð = 3620 m2, samkvæmt þinglýstum gögnum = 4481 m2

Málinu frestað.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

14:40.