miðvikudaginn 13. desember 2017 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
| 
 Almenn mál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Fjárhagsáætlun 2018     –     Mál nr. 1712002 
 | |
| 
 Áætlun lögð fram til fyrri umræðu. 
 | ||
| 
 Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu. Oddvita falið að sækja um frest á afgreiðslu áætlunar til ráðherra. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 2   
 | 
 Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2018     –     Mál nr. 1712005 
 | |
| 
 Tillaga frá oddvita. 
 | ||
| 
 Samþykkt að halda óbreyttri útsvarsprósentu 12,44% fyrir árið 2018. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Ljósleiðari í Skorradal     –     Mál nr. 1602003 
 | |
| 
 Sótt var um styrk fyrir 7 tengistaði. Fjarskiptasjóður samþykkti styrkumsókn og á Skorradalshreppur kost á 2.550.000 til lagningar og tengja þessa 7 staði. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir að taka við þeim styrk. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 Stefna vegna matsbeiðni – frá Héraðsdómi Vesturlands.     –     Mál nr. 1712006 
 | |
| 
 Oddvita barst stefna til að mæta fyrir Héraðsdóm vegna skipunar á matsmanni vegna ágreinings um ástands fasteignarinnar að Vatnsendahlíð 28 
 | ||
| 
 Oddviti mætti á dómþing 5. desember s.l. Héraðsdómur hefur skipað matsmann. Byggingafulltrúa falið að fylgjast með og vinna málið áfram ef þörf krefur. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Fundargerðir til staðfestingar 
 | ||
| 
 5   
 | 
 Skipulags- og byggingarnefnd – 110     –     Mál nr. 1712002F 
 | |
| 
 Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 12. desember s.l. 
 | ||
| 
 Hreppsnefnd vísar liðum 5.4 og 5.6 aftur til skipulagsnefndar. Hreppsnefnd telur afgreiðslu þessara liða ekki samræmast reglum í aðalskipulagi sveitarfélagsins. JEE og PD sátu hjá við þessa afgreiðslu. Oddvita falið upplýsa nefndina í samræmi við umræður á fundinum. Aðrir liðir fundargerðarinnar samþykktir. 
 | ||
| 
 5.1  
 | 
 1712001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 45 
 | |
| 
 5.2  
 | 
 1710006 – Hagi skipting á landi 
 | |
| 
 5.3  
 | 
 1706010 – Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags 
 | |
| 
 5.4  
 | 
 1712001 – Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða 
 | |
| 
 5.5  
 | 
 1712003 – Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi II 
 | |
| 
 5.6  
 | 
 1712004 – Fitjar, breyting aðalskipulags 
 | |
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 6   
 | 
 Kæra nr. 54/2017, Hvammsskógur framkvæmdaleyfi göngustígur     –     Mál nr. 1706001 
 | |
| 
 Málið var tekið fyrir á 111. fundi hreppsnefndar þann 11. okt. 2017, en mistök voru gerð í bókun nefndarinnar. Málið er því aftur tekið til afgreiðslu nefndarinnar til fullnaðarafgreiðslu.
 
Fallið hefur úrskurður Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 54/2017. Úrskurður ÚUA er að felld er úr gildi ákvörðun hreppsnefndar Skorradalshrepps frá 24. apríl 2017 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg í Hvammsskógi, að því er varðar þann hluta göngustígsins sem fer suður fyrir mörk lóðanna nr. 30 og 32 í Hvammsskógi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga fyrir lagningu göngustígar innan skipulagsmarka samþykkts skipulag Hvammsskógar.  | ||
| 
 Hreppsnefnd samþykkir bókun 107. fundar skipulags- og byggingarnefndar þann 3. okt. 2017 að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga fyrir lagningu göngustígar innan skipulagsmarka samþykkts skipulags Hvammsskógar. 
 | ||
| 
 | 
||
23:35.
