112 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 112

miðvikudaginn 8. nóvember 2017 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Framdalsfélagið – samningur um samstarf. – Mál nr. 1608009

Rætt áfram – sagt frá fundi fulltrúa Skorradalshrepps á Minjastofnun s.l. miðvikudag.

ÁH, JEE og PD fóru yfir punkta frá fundinum. Málið er áfram til vinnslu hjá skipulags- og bygggingarnefnd.

2

Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003

PD sagði frá stöðu verkefnisins. Umræður um styrk til Fjarskiptasjóðs vegna 7 styrkhæfra staða.

Umræður urðu um verkefnið. Samþykkt að sækja um styrk vegna tengingu 7 staða til Fjarskiptasjóðs.

3

Sorpmál – Mál nr. 1704012

Lagður fram undirritaður verksamningur á milli Íslenska Gámafélagsins ehf. og Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps hinsvegar. Verksamningur er undirritaður með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna en gildistími hans er frá 1. desember n.k. til 30. nóvember 2022

Samningur samþykktur.

4

Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2017. – Mál nr. 1703002

Lagður fram verksamningur við Tryggva Val Sæmundsson um lagfæringar á styrkveginum frá Bakkakoti að Vatnshorni.

Samningurinn samþykktur.

5

Erindi frá Bridgefélagi Borgarfjarðar – Mál nr. 1711002

Lagt fram erindi frá Bridgefélagi Borgarfjarðar um Minningarmót Þorsteins Péturssonar í bridge.

Samþykkt með 4 atkv. að veita 20.000 kr. styrk til kaupa á farandbikar.

Fundargerðir til staðfestingar

6

Skipulags- og byggingarnefnd – 109 – Mál nr. 1710003F

Lögð fram fundargerð frá 26. október s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 3. liðum.

ÁH vék af fundi við afgreiðslu fundargerðirnar.

6.1

SK060045 – Horn

6.2

1208001 – Horn, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

6.3

1708003 – Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi

Fundargerðir til kynningar

7

Fjallskilaumdæmi Akraness,Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps. – Mál nr. 1711003

Lögð fram 3. fundargerð stjórnarinnar.

Framkvæmdarleyfi

8

Horn – Mál nr. SK060045

Umfangsmikil efnistaka hófst í Hornsá án þess að framkvæmdaleyfi væri fengið fyrir henni árið 2008. Framkvæmd efnistöku var stöðvuð af lögreglu samkvæmt beiðni skipulags- og byggingarfulltrúa í ágúst sama ár sbr. 1. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að stöðvun framkvæmdar við Hornsá verði aflétt þar sem lagfæra á svæðið.

Hreppsnefnd samþykkir að stöðvun framkvæmdar við Hornsá verði aflétt þannig að mögulegt verði að veita framkvæmdaleyfi sem feli í sér lagfæringar á svæðinu.

ÁH vék af fundi við afgreiðslu málsins.

9

Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1708003

Skipulags- og byggingarnefnd frestaði afgreiðslu umsóknar þar sem ekki lágu fyrir öll gögn í málinu. Nú hefur samþykki landeiganda Horns fyrir efnistöku verið lagt fram og afmörkun efnistökusvæðis verið skilgreind. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir efnistöku 3.000 m3 haugsetts malarefnis á vestur bökkum Hornsár. Lagt er til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem samþykki landeiganda liggur fyrir. Vinnslutími efnistöku verði 2017-2018.

Hreppsnefnd samþykkti á símafundi þann 26. október 2017 að skipulagsfulltrúi veiti framkvæmdaleyfi, sbr. 1. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá grenndarkynningu leyfisumsóknar sbr. 3. mgr. 44. gr. sömu laga þar sem samþykki landeiganda liggur fyrir og að hin leyfisskylda framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

ÁH tók ekki þátt í afgreiðslu málsins á símafundi hreppsnefndar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:15.