111 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
111. fundur

þriðjudaginn 9. janúar 2018 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Árni Hjörleifsson sat fundinn undir lið 5 og 6.
Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 46 – Mál nr. 1712004F

Fundargerð lögð fram

1.1

1705003 – Fitjahlíð 29, byggingarmál

1.2

1711005 – Vatnsendahlíð 191, bygg.mál

2

Umsögn um nýtingarleyfi á grunnvatni, Hvammur – Mál nr. 1801001

Erindi barst frá Orkustofnun er varðar beiðni um umsögn um umsókn um nýtingarleyfi á 0,5 sek./l grunnvatns í landi Hvamms í Skorradal. Orkustofnun bendir á að samkvæmt 15. gr. laga nr. 57/1998 er kveðið á um að sveitarfélag skuli hafa forgangsrétt til nýtingarleyfa vegna grunnvatns innan marka sveitarfélagsins vegna þarfa vatnsveitu sem rekin er í sveitarfélaginu.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki verði nýttur forgangsréttur til nýtingar á 0,5 sek./l grunnvatns í landi Hvamms.

Byggingarleyfismál

3

Fitjahlíð 29, byggingarmál – Mál nr. 1705003

Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Óskað er eftir að byggja 40,0 fm viðbyggingu þannig að heildar stærð húss verði 63,0 fm. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrirhuguð byggingarframkvæmd samræmist aðalskipulagi er varðar nýtingarhlutfall lóðar sem er 0,05.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Fitjahlíðar 27, 26, 28, 29A og landeigendum.

Skipulagsmál

4

Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1706010

Málinu var frestað á 110. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Breyting aðalskipulags í landi Indriðastaða og Mófellsstaða lögð fram.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps er varðar Indriðastaði og Mófellsstaði verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins og enn fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga.

5

Dagverðarnes 103 á svæði 3, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1708005

Óveruleg breyting deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var grenndarkynnt frá 14. nóv. til 14. des. 2017. Eitt erindi barst á grenndarkynningartíma sem ekki mun hafa áhrif á tillöguna.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óveruleg breyting deiliskipulags verði samþykkt og hún send Skipulagsstofnun og samþykkt hennar auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

6

Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða – Mál nr. 1712001

Á 113. fundi hreppsnefndar var málinu vísað aftur til skipulag- og byggingarnefndar. Oddvita var falið að upplýsa nefndina um umræður á fundinum.

Oddviti fór yfir málið. Skipulags- og byggingarnefnd telur að bókun 110. fundar nefndarinnar sé í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að upplýsa umsækjanda um umræður á fundinum.

7

Fitjar, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1712004

Á 113. fundi hreppsnefndar var málinu vísað aftur til skipulag- og byggingarnefndar. Oddvita var falið að upplýsa nefndina um umræður á fundinum.

Oddviti fór yfir málið. Skipulags- og byggingarnefnd telur að bókun 110. fundar nefndarinnar sé í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að upplýsa umsækjanda um umræður á fundinum.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

16:20.