111 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 111
Miðvikudaginn 11. október 2017 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var S. Fjóla Benediksdóttir, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Kjörskrá til alþingiskosninga 28. október n.k. – Mál nr. 1710001

Lögð fram kjörskrá til staðfestingar. Einnig er lagt til að kjörstaður verði í Skátaskálanum.

Á kjörskrá í Skorradalshreppi eru 54 íbúar. Kjörskráin samþykkt og oddvita falið að undirrita hana.

2

Framdalsfélagið – samningur um samstarf. – Mál nr. 1608009

Greinargerð Framdalurinn-Fitjasókn,sem er hjálagt gagn umsóknar sveitarfélagsins um styrk úr Húsafriðunarsjóði 2016, lagt fram á 108. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 10.10.2017. Skipulag- og byggingarnefnd harmar það að hafa ekki séð umrædda greinargerð sem fylgdi umsókn Framdalurinn-Fitjasókn í Skorradal sbr. lög um Verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 til Húsafriðunarsjóðs 2016 hjá Minjastofnun Íslands. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óskað verði eftir fundi með Minjastofnun Íslands vegna þessa máls til að ákveða um áframhald verkefnisins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að aðalskráning fornleifa og húsakönnun innan sveitarfélagsins verði lokið sem fyrst

Oddviti leggur fram eftirfarandi bókun:

„Oddviti hefur farið yfir úthlutunarreglur Minjastofnunnar Ísland vegna styrks um verndarsvæði í byggð og er ljóst að samningur milli Skorradalshrepps og Framdalsfélagsins dagsettur 15.ágúst 2016 og var samþykktur í Hreppsnefnd 14.september 2016, samræmdist ekki úthlutunarreglum Minjastofnunnar Íslands.

Í ljósi fyrri umræðna í sveitastjórn telur sveitarstjórn samninginn ekki hafa öðlast gildi þar sem forsendur hans eru brostnar.“

Hreppsnefnd samþykkir samhljóða bókun oddvita.

Hreppsnefnd samþykkir einnig að óskað verði eftir fundi með Minjastofnun Íslands til að ákveða um áframhald verkefnisins. Oddvita falið að koma á fundi með MÍ.

Hreppsnefnd leggur áherslu á að að aðalskráning fornleifa og húsakönnun innan sveitarfélagsins verði lokið sem fyrst. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

3

Laun kjörinna fulltrúa og oddvita. – Mál nr. 1707006

Oddviti lagði fram breytta tillögu um launakjör.

Hreppsnefnd samþykkir tillögu oddvita.

Fundargerðir til staðfestingar

4

Skipulags- og byggingarnefnd – 107 – Mál nr. 1709003F

Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 3.október sl.

Fundargerðin samþykkt í öllum 8 liðum.

4.1

1709006 – Fitjar – Smalagerði I, umsókn um stofnun lóðar

4.2

1706013 – Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi

4.3

1706010 – Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags

4.4

1709004 – Mófellsstaðir, efnistaka í Kaldá, framkvæmdaleyfi

4.5

1708004 – Virkjun borholu neysluvatns í landi Hálsa, umsókn um framkvæmdaleyfi

4.6

1608009 – Framdalsfélagið – samningur um samstarf.

4.7

1706001 – Kæra nr. 54/2017, Hvammsskógur framkvæmdaleyfi göngustígur

4.8

1709001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 44

5

Skipulags- og byggingarnefnd – 108 – Mál nr. 1710002F

Lögð fram fundargerð frá 10.október s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 2 liðum

5.1

1608009 – Framdalsfélagið – samningur um samstarf.

5.2

1704002 – Ljósleiðari, framkvæmdaleyfi

Fundargerðir til kynningar

6

Fjallskilaumdæmi Akraness,Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps. – Mál nr. 1710002

Lagðar fram 1. og 2 fundargerð stjórnarinnar.

7

Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 158-160 – Mál nr. 1710003

Lagðar fram.

8

Fundargerðir nr. 846 – 852 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 1710004

Lagðar fram.

9

Ljóspunktur ehf. – fundargerðir stjórnar. – Mál nr. 1710005

Lagðar fram til kynningar fundargerðir nr. 1, 2 og 3.

Framkvæmdarleyfi

10

Ljósleiðari, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1704002

Ljóspunktur ehf., sem er í eigu Skorradalshrepps, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir 1. áfanga er varðar lagningu stofnlagnar ljósleiðara í Skorradalshreppi. Lagður er fram uppdráttur, sem barst með tölvupósti dags. 10.okt. 2017,sem sýnir legu lagnar. Samþykki Vegagerðar liggur fyrir. Umsögn Minjavarðar Vesturlands liggur ekki fyrir. Samþykki landeiganda liggur ekki fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010 sem heimilar að stytta grenndarkynningartíma með því að landeigendur áriti kynningargögn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar gögn liggja fyrir er varðar uppdrátt lagnaleiðar, umsögn Minjavarðar og samþykki landeiganda.

Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslagað nr. 123/2010 þegar landeigendur hafa áritað grenndarkynningargögn sbr. 3. mgr. 44. gr. sömu laga þar sem sveitarfélagið telur að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og einnig þarf jákvæð umsögn Minjavarðar að liggur fyrir.

11

Mófellsstaðir, efnistaka í Kaldá, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1709004

Mófellsstaðabúið ehf. hefur lagt fram umsókn um framkvæmdaleyfi efnistöku í Kaldá á efnistökusvæði nr. 8 skv. Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Fyrirliggur umsögn Fiskistofu og fellst hún á að tekið sé allt að 2.500 m3 af möl sem notað sé til bakkavarna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem gerð er grein fyrir framkvæmdinni í aðalskipulagi.

Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslagað nr. 123/2010 og samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem er gerð er grein fyrir framkvæmdinni í aðalskipulagi.

12

Virkjun borholu neysluvatns í landi Hálsa, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1708004

Pálmi Ingólfsson óskar eftir framkvæmdaleyfi til að virkja borholu í landi Hálsa og leggja vatnslögn þannig að fallhæð niður að bæjarhúsum á Hálsum verði viðunandi sbr. uppdrætti dags. 28. júlí 2017. Samþykki landeiganda liggur fyrir. Minjavörður Vesturlands gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd. Greinargerð Íslenskra Orkurannsókna um afmörkun vatnsverndar dags. 1.10.2017 er lögð fram.

Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslagað nr. 123/2010 og samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem Samþykki landeiganda liggur fyrir.

13

Kæra nr. 54/2017, Hvammsskógur framkvæmdaleyfi göngustígur – Mál nr. 1706001

Fallið hefur úrskurður Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 54/2017. Úrskurður ÚUA er að felld er úr gildi ákvörðun hreppsnefndar Skorradalshrepps frá 24. apríl 2017 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg í Hvammsskógi, að því er varðar þann hluta göngustígsins sem fer suður fyrir mörk lóðanna nr. 30 og 32 í Hvammsskógi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga fyrir lagningu göngustígar innan skipulagsmarka samþykkts skipulag Hvammsskóga.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til

við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lagningu göngustígar innan skipulagsmarka samþykkts skipulag Hvammsskóga.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:15.