110 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
110. fundur

þriðjudaginn 12. desember 2017 kl. 15:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 45 – Mál nr. 1712001F

Fundargerð lögð fram og kynnt

1.1

1609005 – Hvammsskógur 11, byggingarmál

1.2

1711005 – Vatnsendahlíð 191, bygg.mál

Byggingarleyfismál

2

Hagi skipting á landi – Mál nr. 1710006

Landskipti Haga lögð fram og kynnt.

Málinu frestað.

Skipulagsmál

3

Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1706010

Lýsing breytingar aðalskipulags var kynnt almenningi sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Lýsingin lá frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri og var aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.skorradalur.is frá 20. október til og með 3. nóvember 2017. Einnig var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 24. október 2017 milli kl. 10 og 12 þar sem allir voru velkomnir til að kynna sér efni lýsingarinnar. Engar ábendingar bárust. Tekið var tillit til umsagnar Skipulagsstofnunar, dags. 27. júli 2017 og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 27. sept. 2017 við gerð lýsingar breytingar aðalskipulags.

Breyting aðalskipulags í landi Indriðastaða og Mófellsstaða lögð fram.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir athugasemdir við framlögð gögn, málinu frestað.

4

Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða – Mál nr. 1712001

Óskað er eftir að tekið verði til meðferðar deiliskipulag tveggja íbúðalóða í landi Fitja (landnr. 133958). Um er að ræða 1 ha landsvæði sem er skilgreint sem landbúnaðarland í aðalskipulagi. Skiplagið samræmist ekki stefnu aðalskipulags þar sem skilgreint er svæði fyrir verslun og þjónustu innan annarrar íbúðalóðarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd hafnar ósk um meðferð deiliskipulags tveggja íbúðalóða þar sem umrætt skipulag samræmist ekki stefnu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022.

5

Fitjar, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1712004

Óskað hefur verið eftir f. h. landeiganda með tölvupósti dags. 12.12.2017 eftir óverulegri breytingu aðalskipulags er varðar færslu verslunar og þjónustusvæðis í landi Fitja til að koma fyrir íbúðalóðum. Samanber skýrslu um Aðalskráning fornminja í Skorradal; Framdalur (2017) eru skráðar minjar á umræddu svæði.

Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að svæðið njóti verndar vegna menningarminja sbr. skýrslu Aðalskráningar fornminja og er því ekki um óverulega breytingu að ræða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við landeigendur að þeir leggi fram breytingu aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þannig að verslunar og þjónustusvæði færist til á Fitjum að teknu tilliti til aðalskráningu fornminja í Framdalnum.

Framkvæmdarleyfi

6

Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi II – Mál nr. 1712003

Erindi barst frá Orku náttúrunnar (ON) 12.12.2017 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins um heimild til ON til að ráðast í frekari hreinsunaraðgerðir í Andakílsá eftir umhverfisslys í ánni dagana 15.-19. maí 2017 án framkvæmdaleyfis sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að umrædd framkvæmd falli undir 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um er að ræða efnistöku úr á og haugsetningu efnis á landi. Því er beint til ON að sækja formlega um framkvæmdaleyfi á tilteknu eyðublaði sveitarfélagsins með tilheyrandi fylgigögnum.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

18:00.