Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 110
Miðvikudaginn 27. september 2017 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Framdalsfélagið – samningur um samstarf. – Mál nr. 1608009
| |
ÁH fer yfir málið – lögð fram greinargerð frá sl. hausti.
| ||
Málinu vísað til skipulagsnefndar til yfirferðar.
| ||
|
||
2
|
Sorpmál – Mál nr. 1704012
| |
Sameiginlegt útboð á sorphreinsun í Skorradalshreppi og Hvalfjarðarsveit var opnað 24. ágúst s.l. Komu tilboð frá Íslenska Gámafélaginu og Gámaþjónustunni. PD fór yfir tilboðin og samskipti á milli sveitarfélaganna.
| ||
Miklar umræður um niðurstöðu tilboðsins. Samþykkt að taka tilboði Íslenska Gámafélagins og hefja samningaviðræður við ÍGF. PD falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
3
|
Viðbótarframlag vegna sérkennslu – Mál nr. 1707005
| |
Lagt fram erindi frá Grunnskóla Borgarfjarðar.
| ||
Erindið samþykkt og hvatt til að það verði nýtt nemendum úr sveitarfélaginu.
| ||
|
||
4
|
Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2017. – Mál nr. 1703002
| |
Vegagerðin hefur samþykkt umsókn Skorradalshrepps um styrk – kr. 700.000,-
| ||
Oddvita falið að ræða við verktaka, málinu frestað.
| ||
|
||
5
|
Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003
| |
Farið yfir stöðu mála vegna væntanlegrar ljósleiðaralagningar. Eins lagður fram drög af samningi á milli Ljóspunkts ehf. og Skorradalshrepps.
| ||
PD fór yfir stöðuna. Drögin af samningi við Ljóspunkt ehf. samþykkt. Oddvita falið að undirrita hann. Einnig samþykkt minnisblað frá 1. júlí s.l.
| ||
|
||
6
|
Laun kjörinna fulltrúa og oddvita. – Mál nr. 1707006
| |
Hreppsnefnd hefur frestað launahækkun kjaradóms frá s.l. hausti. Oddviti leggur fram tillögur.
| ||
Oddviti lagði fram 4 tillögur að breytingu á launaforsendum sveitarfélagsins, ásamt greinargerð. Málið rætt, frestað til næsta fundar.
| ||
|
||
7
|
Erindi frá MAST er varðar dýrahræ. – Mál nr. 1708006
| |
Lagt fram erindi frá MAST
| ||
Oddvita falið að ræða við fulltrúa MAST.
| ||
|
||
8
|
Húsakönnun á jörðum í Skorradalshreppi – Mál nr. 1011026
| |
Skipulagsfulltrúi hefur kannað framhald á vinnu við húsakönnun.
| ||
Samþykkt að fela oddvita í samstarfi við skipulagsfulltrúa að ráða starfskraft í verkefnið.
| ||
|
||
9
|
Ályktun um stöðu sauðfjárbænda. – Mál nr. 1708007
| |
Erfið staða er í sauðfjárrækt. Eftirfarandi ályktun er lögð fram af oddvita.
„Hreppsnefnd Skorradalshrepps lýsir yfir áhyggjum sínum á stöðu mála er varðar sauðfjárbændur. Hvetur hreppsnefndin því til þess að allir viðkomandi, leiti allra leiða til að draga úr þeim skaða sem fyrirséður er.“ | ||
Ályktun var samþykkt í gegnum síma á milli hreppsnefndarmanna 1. september s.l.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
10
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 106 – Mál nr. 1708001F
| |
Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 14. ágúst s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 10 liðum.
| ||
10.1
|
1605014 – Bakkakot, efnistaka, umsókn um framkvæmdaleyfi
| |
10.2
|
1706009 – Fitjahlíð 28, byggingarleyfi
| |
10.3
|
1708003 – Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi
| |
10.4
|
1706012 – Hvammskógur neðri, lóð 9 og 11, breyting deiliskipulags
| |
10.5
|
1708004 – Virkjun borholu neysluvatns í landi Hálsa, umsókn um framkvæmdaleyfi
| |
10.6
|
1706013 – Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi
| |
10.7
|
1708005 – Dagverðarnes 103 á svæði 3, breyting deiliskipulags
| |
10.8
|
1707001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 42
| |
10.9
|
1708002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 43
| |
10.10
|
1706010 – Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags
| |
|
||
Skipulagsmál
| ||
11
|
Hvammskógur neðri, lóð 9 og 11, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1706012
| |
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. júlí til 11. ágúst 2017. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags og skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
12
|
Dagverðarnes 103 á svæði 3, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1708005
| |
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags fyrir svæði 3 í landi Dagverðarness. Breytingin varðar lóð Dagverðarnes 103. Um er að ræða breytingu á greinargerð annars vegar er varðar heimild til að byggja frístundahús með flötu og einhalla þaki og hins vegar að hámarksstærð frístundahúss megi vera 120 fm.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 101, 104, 105, 106, 110, 111, 112 og landeiganda þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
13
|
Dagverðarnes 51-53, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1703004
| |
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar heimild til að byggja 3 hús á lóð í stað tveggja og að hámarksstærð gestahúss megi vera 35 m2. Umrædd breyting samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins. Grenndarkynning fór fram frá 8. ágúst til 8. september 2016. Engar athugasemdir bárust.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa falið að birta niðurstöðu hreppsnefndar í B-deild Stjórnartíðinda og senda samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar.
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
14
|
Bakkakot, efnistaka, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1605014
| |
Borist hefur uppdráttur af framkvæmdasvæði með upplýsingum um hæðalegu. Einnig hefur borist umsögn Hafrannsóknarstofnunar. Samkvæmt umsögn er ekki talið að efnistaka geti haft neikvæð áhrif á lífríki eða fiskiframleiðslu Fitjaár. Borist hefur umsögn Minjavarðar Vesturlands (MI). MI gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina, en vill benda á að til stendur gera meginhluta hinnar fornu Fitjasóknar að verndarsvæði til að viðhalda menningarminjum og sögu svæðisins. Því vill MI fara fram á að efni sé tekið jafnt af öllu svæðinu svo ekki verði til miklar lægðir í landslaginu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að undangenginni umsögn Minjavarðar Vesturlands að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem landeigandi hefur lýst skriflega yfir að hann geri ekki athugasemdir við hina leyfisskyldu framkvæmd.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir á símafundi þann 12. september 2017 að skipulagsfulltrúi veiti framkvæmdaleyfi, sbr. 1. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að ekki þurfi að grenndarkynna leyfisumsókn sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem samþykki landeiganda liggur fyrir. Hreppsnefnd leggur áherslu á að ekki komi til skerðingar á birkiskógi á framkvæmdastað og að farið verði að tilmælum MI. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
00:25.