110 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 110
Miðvikudaginn 27. september 2017 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Framdalsfélagið – samningur um samstarf. – Mál nr. 1608009

ÁH fer yfir málið – lögð fram greinargerð frá sl. hausti.

Málinu vísað til skipulagsnefndar til yfirferðar.

2

Sorpmál – Mál nr. 1704012

Sameiginlegt útboð á sorphreinsun í Skorradalshreppi og Hvalfjarðarsveit var opnað 24. ágúst s.l. Komu tilboð frá Íslenska Gámafélaginu og Gámaþjónustunni. PD fór yfir tilboðin og samskipti á milli sveitarfélaganna.

Miklar umræður um niðurstöðu tilboðsins. Samþykkt að taka tilboði Íslenska Gámafélagins og hefja samningaviðræður við ÍGF. PD falið að vinna málið áfram.

3

Viðbótarframlag vegna sérkennslu – Mál nr. 1707005

Lagt fram erindi frá Grunnskóla Borgarfjarðar.

Erindið samþykkt og hvatt til að það verði nýtt nemendum úr sveitarfélaginu.

4

Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2017. – Mál nr. 1703002

Vegagerðin hefur samþykkt umsókn Skorradalshrepps um styrk – kr. 700.000,-

Oddvita falið að ræða við verktaka, málinu frestað.

5

Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003

Farið yfir stöðu mála vegna væntanlegrar ljósleiðaralagningar. Eins lagður fram drög af samningi á milli Ljóspunkts ehf. og Skorradalshrepps.

PD fór yfir stöðuna. Drögin af samningi við Ljóspunkt ehf. samþykkt. Oddvita falið að undirrita hann. Einnig samþykkt minnisblað frá 1. júlí s.l.

6

Laun kjörinna fulltrúa og oddvita. – Mál nr. 1707006

Hreppsnefnd hefur frestað launahækkun kjaradóms frá s.l. hausti. Oddviti leggur fram tillögur.

Oddviti lagði fram 4 tillögur að breytingu á launaforsendum sveitarfélagsins, ásamt greinargerð. Málið rætt, frestað til næsta fundar.

7

Erindi frá MAST er varðar dýrahræ. – Mál nr. 1708006

Lagt fram erindi frá MAST

Oddvita falið að ræða við fulltrúa MAST.

8

Húsakönnun á jörðum í Skorradalshreppi – Mál nr. 1011026

Skipulagsfulltrúi hefur kannað framhald á vinnu við húsakönnun.

Samþykkt að fela oddvita í samstarfi við skipulagsfulltrúa að ráða starfskraft í verkefnið.

9

Ályktun um stöðu sauðfjárbænda. – Mál nr. 1708007

Erfið staða er í sauðfjárrækt. Eftirfarandi ályktun er lögð fram af oddvita.

„Hreppsnefnd Skorradalshrepps lýsir yfir áhyggjum sínum á stöðu mála er varðar sauðfjárbændur.

Hvetur hreppsnefndin því til þess að allir viðkomandi, leiti allra leiða til að draga úr þeim skaða sem fyrirséður er.“

Ályktun var samþykkt í gegnum síma á milli hreppsnefndarmanna 1. september s.l.

Fundargerðir til staðfestingar

10

Skipulags- og byggingarnefnd – 106 – Mál nr. 1708001F

Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 14. ágúst s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 10 liðum.

10.1

1605014 – Bakkakot, efnistaka, umsókn um framkvæmdaleyfi

10.2

1706009 – Fitjahlíð 28, byggingarleyfi

10.3

1708003 – Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi

10.4

1706012 – Hvammskógur neðri, lóð 9 og 11, breyting deiliskipulags

10.5

1708004 – Virkjun borholu neysluvatns í landi Hálsa, umsókn um framkvæmdaleyfi

10.6

1706013 – Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi

10.7

1708005 – Dagverðarnes 103 á svæði 3, breyting deiliskipulags

10.8

1707001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 42

10.9

1708002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 43

10.10

1706010 – Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags

Skipulagsmál

11

Hvammskógur neðri, lóð 9 og 11, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1706012

Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. júlí til 11. ágúst 2017. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags og skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

12

Dagverðarnes 103 á svæði 3, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1708005

Óskað er eftir breytingu deiliskipulags fyrir svæði 3 í landi Dagverðarness. Breytingin varðar lóð Dagverðarnes 103. Um er að ræða breytingu á greinargerð annars vegar er varðar heimild til að byggja frístundahús með flötu og einhalla þaki og hins vegar að hámarksstærð frístundahúss megi vera 120 fm.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 101, 104, 105, 106, 110, 111, 112 og landeiganda þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

13

Dagverðarnes 51-53, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1703004

Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar heimild til að byggja 3 hús á lóð í stað tveggja og að hámarksstærð gestahúss megi vera 35 m2. Umrædd breyting samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins. Grenndarkynning fór fram frá 8. ágúst til 8. september 2016. Engar athugasemdir bárust.

Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa falið að birta niðurstöðu hreppsnefndar í B-deild Stjórnartíðinda og senda samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar.

Framkvæmdarleyfi

14

Bakkakot, efnistaka, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1605014

Borist hefur uppdráttur af framkvæmdasvæði með upplýsingum um hæðalegu. Einnig hefur borist umsögn Hafrannsóknarstofnunar. Samkvæmt umsögn er ekki talið að efnistaka geti haft neikvæð áhrif á lífríki eða fiskiframleiðslu Fitjaár. Borist hefur umsögn Minjavarðar Vesturlands (MI). MI gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina, en vill benda á að til stendur gera meginhluta hinnar fornu Fitjasóknar að verndarsvæði til að viðhalda menningarminjum og sögu svæðisins. Því vill MI fara fram á að efni sé tekið jafnt af öllu svæðinu svo ekki verði til miklar lægðir í landslaginu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að undangenginni umsögn Minjavarðar Vesturlands að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem landeigandi hefur lýst skriflega yfir að hann geri ekki athugasemdir við hina leyfisskyldu framkvæmd.

Hreppsnefnd samþykkir á símafundi þann 12. september 2017 að skipulagsfulltrúi veiti framkvæmdaleyfi, sbr. 1. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að ekki þurfi að grenndarkynna leyfisumsókn sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem samþykki landeiganda liggur fyrir. Hreppsnefnd leggur áherslu á að ekki komi til skerðingar á birkiskógi á framkvæmdastað og að farið verði að tilmælum MI. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:25.