11. júní 2009 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 11. júní 2009 kl:20.45. Þessi sátu fundinn: Davíð Pétursson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og Jón E. Einarsson kom inn sem varamaður fyrir Fjólu Benediktsdóttur.
Pétur Davíðsson ritaði fundargerð.
1. Lögð fram fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar nr. 34 dagsett 27. maí 2009. Fundargerðin samþykkt.
2. Breyting á deiliskipulagi Indriðastaðarhlíðar á Indriðastöðum. Tillagan tekur til breytinga á byggingareitum og einni lóð skipt upp í tvær. Auglýsingu er lokið og engin athugasemd barst. Hreppsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að staðfesta deiliskipulagsbreytinguna og senda hana til Skipulagsstofnunar til umsagnar. Jafnframt er ákveðið framkvæmdaleyfisgjald kr. 35.000,- í tengslum við þær framkvæmdir sem tengjast fyrrnefndri deilisskipulagsbreytingu. Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdarleyfi.

3. Breyting á deiliskipulagi Bleikulágarás á Indriðastöðum.

Tillagan felur í sér að Lambaás 2 er skipt upp í tvær lóðir. Auglýsingu er lokið og engin athugasemd barst. Hreppsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að staðfesta deiliskipulagsbreytinguna og að senda hana til Skipulagsstofnunar til umsagnar, en minnir á að samþykktin er ekki fordæmisgefandi.

4. Breyting á aðalskipulagi Dagverðarness 1992-2012.

Tillagan felur í sér að opnu svæði, þjónustusvæði og hluta af skógræktarsvæði er breytt í frístundasvæði, sem kallast svæði S8. Einnig er lögð til stækkun á skógræktarsvæði ofan vegar sem mótvægisaðgerð við nýtt frístundasvæði. Einnig er gerð sú breyting að nýtingarhlutfall húsa er fellt niður en hámarksstærð húsa verði ákveðin við gerð deiliskipulags.

Hreppsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla heimildar Skiplagsstofnunar til að hefja kynningu á tillögunni. Að loknum kynningaferli verður málið tekið til endanlegrar afgreiðslu hreppsnefndar.

5. Breyting á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 í landi Dagverðarness. Tillagan felst í að svæði fyrir verslun og þjónusta og hluti skógræktarsvæði eru gerð að frístundarsvæði og einnig er aukið skógræktarsvæði ofan vegar. Hreppsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna breytinguna fyrir Borgarbyggð. Að loknum kynningaferli aðalskipulagstillögunnar, sjá tölulið 4 hér fyrir ofan, verður málið tekið til endanlegrar afgreiðslu hreppsnefndar.

6. Staðfesting svæðisáætlunar varðandi meðhöndlun úrgangs 2009-2020. Áætlunin samþykkt.

7. Umboð til oddvita vegna húsbréfa Skorradalshrepps. Hreppsnefnd samþykkir að heimila oddvita að selja/innleysa húsbréf Skorradalshrepps og ráðstafa andvirði þeirra inn á bankareikning hreppsins.

8. Erindi frá BHM, dags 25. maí 2009. Oddvita falið að svara bréfritara.

9. Kosning oddvita og varaoddvita til loka kjörtímabilsins.

Davíð Pétursson kjörinn oddviti og Fjóla Benediktsdóttir kjörin varaoddviti.

10. Erindi frá Umf. Íslendingi, dagsett 1. júní 2009. Samþykkt að veita umbeðinn styrk, en jafnframt óskað eftir viðræðum við stjórn Umf. Íslendings um framtíð Hreppslaugar og fleira fyrir lok ágúst n.k.

11. Erindi frá IsNord, tónlistarhátíð. Samþykkt að veita kr. 25.000,- í styrk við hátíðina.

12. Erindi frá Björgunarsveitunum Bráki, Oki og Heiðari. Samþykkt að veita kr. 25.000,- í styrk vegna „Útifjörs 2009“.

13. Erindi frá Umhverfisráðuneytinu – styrkur fjárlaganefndar Alþingis vegna gerðar hættumats og viðbragðsáætlana vegna gróðurelda í Skorradal. Oddvita falið að undirrita samkomulag um styrkveitinguna.

14. Breyting á deiliskipulagi Vatnsendahlíðar – 8. áfanga, sjá fundargerð skipulags- og bygginganefndar nr.26, 2. töluliður.Grenndarkynningu er lokið og engin athugasemd barst. Hreppsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að staðfesta deiliskipulagsbreytinguna og senda hana til Skipulagsstofnunar til umsagnar.

15. Erindi frá umhverfisnefnd Alþingis, dags 8. júní 2009. Óskað er umsagnar um þingsályktun um náttúruverndaráætlun 2009-2013. Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

16. Erindi frá stjórn Félags sumarbústaðaeiganda í landi Indriðastaða, dags 27. maí 2009. Afgreiðslu erindis er frestað þar sem hreppsnefnd er kunnugt um að málið er komið í ákveðinn feril hjá skipulagsfulltrúa.
17. Fyrri umræða um þriggja ára fjárhagsáætlun 2010-2012. Samþykkt að vísa áætluninni til seinni umræðu.

18. Minnisblað oddvita um samninga sem hann hefur undirritað síðan 15. apríl. Hreppsnefnd samþykkir samningana.

19. Erindi frá Guðjóni Jenssyni, dags 5. júní 2009. Erindinu vísað til aðalskipulagsnefndar.

20. Skjalamál sveitarfélagins. Oddvita falið að skoða málið í samræmi við umræður fundarins.

21. Forrit vegna skipulagsmála, tilboð Ísgrafs ehf. Samþykkt að ganga að tilboðinu.

22. Bréf Einkaleyfisstofu dags, 15. maí s.l. um skráningu byggðarmerkis Skorradalshrepps. Lagt fram til kynningar.

23. Lagt fram bréf frá Húsafriðunarnefnd. Húsafriðunarnefnd hefur samþykkt styrk til bæja- og húsakönnunar í Skorradalshreppi á árinu 2009. Vísað til umhverfisnefndar til áframhaldandi vinnslu.

24. Lögð fram fundargerð umhverfisnefndar nr. 1, dagsett 5. maí 2009. Fundargerðin samþykkt.

25. Hulda greindi frá fundi á Veðurstofu Íslands, frá því fyrr í dag, vegna vinnu við hættumat og viðbragsáæltunar vegna gróðurelda. Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:00.50