Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradals 11.júní 2008 kl:21.00 Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, K. Hulda Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson.
1. Lögð fram 20. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar dagsett 3. júní 2008. Samþykkt án athugasemda.
2.Aðalskipulag Skorradalshrepps rætt. Oddvita falið að ræða við Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt og farið fram á að hún skili inn uppkasti að stöðluðum samningi.
3. Lagt fram erindi frá Borgarbyggð vegna óverulegrar breytingar á svæðiskipulagi. Breytingin nær til hluta jarðarinnar Grímarsstaða. Samþykkt. Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna en óskar eftir því að bótaábyrgð og samþykktartexti Skorradalshrepps falli út. Oddvita falið að svara erindinu í samræmi við umræður fundarins.
4. Lögð fram styrkbeiðni frá Ísnord tónlistarhátíð að upphæð 50.000 kr. Samþykkt
5. Tæknimál er varðar skipulags- og byggingafulltrúa rædd. Samþykkt að kaupa þau tæki sem þarf.
6.Lagt fram bréf er varðar gagnaöflun nefndar um vist- og meðferðarheimili dagsett 8. júní 2008. Oddvita falið að svara bréfinu.
7. Lögð fram fundargerð Faxaflóahafna sf. dagsett 9. júní 2008 til kynningar.
8. Lagður fram til kynningar sameignarfélagssamningur fyrir Faxaflóahafnir sf.
9. Lögð fram framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum fyrir Borgarfjörð og Dali.
10. Hulda greindi frá fundi með brunamálastjóra varðandi hættumat, viðbragðsáætlun og forvarnir vegna gróðurelda í Skorradal.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:23:00