11 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Mánudaginn 28. júní 2010 kl. 15:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Pétur Davíðsson boðaði forföll.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi sat fundinn undir lið 2 og 3.
Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Embætti skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006047

Davíð kynnti frá samtali sem hann átti við oddvita Hvalfjarðarsveitar er varðar byggingar- og skipulagsmál.

Í Hvalfjarðarsveit verður ekkert gert í þeim málum fyrr en í haust.

2

Staða mála hjá embættum skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006048

Ólöf sagði frá stöðunni á skrifstofu byggingar- og skipulagsembættisins.

Hún sagði að sumu leyti væri ýmislegt að lagast en mörg mál væru flókin. Einnig hafði hún orð á því að henni líkaði vel að vinna með fólkinu í sveitarfélaginu.

3

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049

Samþykkt var að bjóða Ólöfu Guðný Valdimarsdóttur ótímabundinn samning með 6 mánaða uppsagnarfrest að beggja hálfu.

Ólöf vildi fá að hugsa málið þar sem hún væri með annað í sigtinu.

4

Birkimói 3 – Mál nr. 1006050

Fjóla kom með þá tillögu að þar sem hús nr. 3 í Birkimóa væri að losna úr leigu hvort ekki væri tilvalið að gera það skrifstofu fyrir sveitarfélagið þar sem öll stjórnsýlsa sveitarfélagsins gæti verið á einum stað og segja upp húsnæðinu á Hvanneyri.

Málið rætt en samþykkt að ræða það betur á næsta hreppsefndarfundi.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

16:30.