109 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
fundur nr. 109
Fimmtudaginn 22. júní 2017 kl. 22:45, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003

ÁH sagði frá íbúafundi sem haldinn var fyrr um kvöldið um ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu. Mættu 18 aðilar á fundinn. Þó nokkrar umræður urðu um málið.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju um framgang fundins fyrr í kvöld.

2

Stofnun einkahlutafélags vegna ljósleiðaramála. – Mál nr. 1706014

Lögð fram stofngögn fyrir félagið Ljóspunktur ehf.

Sveitarstjórn fór yfir stofngögnin og samþykkti þau. Hreppsnefndarfundi var síðan frestað á með haldin var stofnfundur Ljóspunktur ehf. Hreppsnefndarfundi var síðan haldið áfram.

Fundargerðir til staðfestingar

3

Skipulags- og byggingarnefnd – 105 – Mál nr. 1706002F

Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá því fyrr í dag 22. júní.

Fundargerðin samþykkt í öllum 6 liðum.

3.1

1705001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 41

3.2

1706012 – Hvammskógur neðri, lóð 9 og 11, breyting deiliskipulags

3.3

1706010 – Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags

3.4

1706011 – Indriðastaðahlíð og Kaldárkot, breyting deiliskipulags

3.5

1704007 – Fitjar-Smalagerði, stofnun lóðar

3.6

1706013 – Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi

Skipulagsmál

4

Indriðastaðahlíð og Kaldárkot, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1706011

Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Indriðastaðahlíðar. Um er að ræða stækkun skipulagssvæðis þannig að lóð Kaldárkots (lnr. 134073) 8629 fm verði innan skipulagsmarka. Á lóð Kaldárkots stendur frístundahús byggt 1972. Til stendur að rífa núverandi hús og byggja nýtt ásamt geymslu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd á 105. fundi sínum að heimila óverulaga breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að skipulagsfulltrúi grenndarkynni umrædda breytingu fyrir lóðarhöfum Indriðastaðahlíðar 102 og 106, landeigendum Mófellsstaða og Indriðastaða.

Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Indriðastaðahlíðar 102 og 106, landeigendum Mófellsstaða og Indriðastaða. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

5

Hvammskógur neðri, lóð 9 og 11, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1706012

Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Hvammsskóga neðri. Um er að ræða sameiningu lóða Hvammsskóga 9 og 11 í eina lóð. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Grenihvamms 2, Hvammsskóga 8, 10, 12 og 13 ásamt landeiganda Hvamms.

Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Grenihvamms 2, Hvammsskóga 8, 10, 12 og 13 ásamt landeiganda Hvamms. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

6

Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1706010

Samanber bókun 102. fundar skipulags- og byggingarnefndar þarf að leggja fram breytingu deiliskipulags Indriðastaðahlíðar. Breytingin felur í sér að breyta þarf aðalskipulagi Skorradalshrepps. Breytingin felur í sér: 1) Að leiðrétta þarf staðsetningu jarðamarka á milli Mófellsstaða og Indriðastaða, 2)Lóð Kaldárkots verði innan frístundabyggðasvæðis C, 3) Frístundabyggðasvæði afmarkað í samræmi við gildandi deiliskipulag Indriðastaðahlíðar og opið svæði minnkað sem því nemur, 4)Vatnsból Indriðastaðahlíðar skilgreint.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við hreppsnefnd á 105. fundi sínum að breyting aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar jarðamörk, afmörkun frístundabyggðasvæðis, afmörkun opins svæðis og skilgreiningu vatnsbóls í landi Indriðastaða verði auglýst sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa breytingu aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Framkvæmdarleyfi

7

Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1706013

Orka Náttúrunnar(ON)sækir um framkvæmdaleyfi til hreinsunar á árfarvegi Andakílsár vegna mótvægisaðgerða vegna umhverfisslyss í ánni. Umhverfisslysið varð þegar opnað var fyrir botnloku stíflu Andakílsárvirkjunar og aur rann út í ánna í miklu magni á tímabilinu 15-19 maí 2017. Fullnægjandi gögn um áætlað magn sem fór út í ánna liggur ekki fyrir. Framkvæmdin felur í sér að moka og dæla upp botnseti með það að markmiði að endurheimta hrygningar-, uppeldis- og veiðisvæði í ánni milli stöðvarhúss virkjunar og niður að brú Borgarfjarðarbrautar yfir Andakílsá. Um er að ræða 1.000 m3 af efni. Efnið er fínt set og möl. Efni verður haugsett í námu í landi Syðstu Fossa í Borgarbyggð. Framkvæmdartími er júní 2017. Umsögn Fiskistofu, Náttúrufræðistofnunar, Veiðifélags Skorradalsvatns og Veiðifélags Andakílsár liggur fyrir. Samþykki landeiganda liggur fyrir að undanskildum landeigendum lands Neðri-Hrepps 1 (landnr. 222798) og Neðri-Hrepps-Hreppshólmi (landnr. 191844). Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 105. fundi sínum að skipulagsfulltrúi óski eftir umsögn Umhverfisstofnunar varðandi skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Nefndin óskaði einnig eftir að ON leggi fram fullnægjandi gögn er varðar útreikninga á því magni efnis sem rann út í ánna á tímabilinu 15-19 maí sl. fyrir lok júlí 2017.

Enn fremur óskaði nefndin eftir við ON að samþykki landeiganda Neðri-Hrepps 1 (landnr. 222798) og Neðri-Hreppur-Hreppshólmi (landnr. 191844) fyrir hreinsun Andakílsár liggi einnig fyrir.

Hreppsnefnd samþykkir bókun 105. fundar skipulags- og byggingarnefndar og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 1. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á grundvelli framlagðra gagna frá ON og þegar samþykki allra landeiganda liggur fyrir um hreinsun árfarvegar Andakílsár sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

01:15.