Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
108. fundur
þriðjudaginn 10. október 2017 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
| 
 Almenn mál 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Framdalsfélagið – samningur um samstarf.     –     Mál nr. 1608009 
 | |
| 
 Greinargerð Framdalurinn-Fitjasókn,sem er hjálagt gagn umsóknar sveitarfélagsins um styrk úr Húsafriðunarsjóði 2016, lagt fram. 
 | ||
| 
 Skipulag- og byggingarnefnd harmar það að hafa ekki séð umrædda greinargerð sem fylgdi umsókn Framdalurinn-Fitjasókn í Skorradal sbr. lög um Verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óskað verði eftir fundi með Minjastofnun Íslands vegna þessa máls til að ákveða um áframhald verkefnisins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að aðalskráningu fornleifa og húsakönnun innan sveitarfélagsins verði lokið sem fyrst. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Framkvæmdarleyfi 
 | ||
| 
 2   
 | 
 Ljósleiðari, framkvæmdaleyfi     –     Mál nr. 1704002 
 | |
| 
 Ljóspunktur ehf., sem er í eigu Skorradalshrepps, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir 1. áfanga er varðar lagningu ljósleiðara í Skorradalshreppi. Lagður er fram uppdráttur, sem barst með tölvupósti dags. 10.okt. 2017,sem sýnir legu lagnar. Samþykki Vegagerðar liggur fyrir. Umsögn Minjavarðar Vesturlands liggur ekki fyrir. Samþykki landeiganda liggur ekki fyrir. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010 sem heimilar að stytta grenndarkynningartíma með því að landeigendur áriti kynningargögn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar gögn liggja fyrir er varðar uppdrátt lagnaleiðar, umsögn Minjavarðar og samþykki landeiganda. 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
15:00.
