Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 105
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003
| |
Niðurstaða opnunar Fjarskiptasjóðs 1. febrúar s.l. Skorradalshreppur á kost á styrk samkvæmt umsóknartillögu 4 að upphæð kr. 16.417.191,- til lagningar á ljósleiðara til að tengja 47 styrkhæfa staði.
| ||
PD fór yfir feril málsins og næstu skref. Hreppsnefnd samþykkir að taka við styrk Fjarskiptasjóðs. Einnig samþykkir hreppsnefnd að fela oddvita að fá ótengdan aðila til að gera mat á stöðu sveitarfélagsins vegna væntanlegra framkvæmda samkvæmt 66. gr Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011
Jafnframt er oddvita og PD falið að leita að starfskrafti vegna væntanlegar framkvæmdar í samræmi við umræður á fundinum. | ||
|
||
2
|
Nýtt bókhaldskerfi. – Mál nr. 1610009
| |
S.l. sumar tilkynnti Advania lokun bókhaldskerfisins SFS sem hefur verið notað síðan 1996. Lagt fram tilboð frá DK hugbúnaði með nýtt kerfi.
| ||
Samþykkt að kaupa DK kerfið. PD falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
3
|
Málaflokkur 21 – sveitarstjórnarskrifstofa. – Mál nr. 1702001
| |
Umræða samkv. lið 1 í fundargerð hreppsnefndar frá 1. des. s.l.
| ||
JEE og SFB vilja bóka eftirfarandi: Ljóst er, að ekki er vilji hjá meirihluta sveitarstjórnar að gera breytingar samkvæmt ábendingum endurskoðanda.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
4
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 102 – Mál nr. 1701001F
| |
Lögð fram fundargerð frá 10. janúar s.l.
| ||
Fundagerðin samþykkt í öllum 6. liðum.
| ||
4.1
|
1607008 – Hvammsskógur,umsókn um framkvæmdaleyfi göngustígs
| |
4.2
|
1510001 – Indriðastaðir 4, umsókn um stækkun
| |
4.3
|
1607009 – Indriðastaðir Kaldárkot
| |
4.4
|
1606021 – Landsskipulagsstefna 2015-2026
| |
4.5
|
1411012 – Fornleifaskráning í Skorradal
| |
4.6
|
1701001 – Aðalskipulag Borgarbyggðar-breyting
| |
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
23:40.