104 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 104
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi vegna rekstrar á Hreppslaug. – Mál nr. 1611008

Stjórn Ungmennafélagsins mætti, þær Lena Reiher, formaður, Álfheiður Sverrisdóttir og Oddný Kristín Guðmundsdóttir.

Farið yfir stöðu Hreppslaugarinnar og málin rædd.

2

3 ára fjárhagsáætlun 2018-2020 – Mál nr. 1612004

Lögð fram til seinni umræðu.

Hún samþykkt samhljóða.

3

Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003

Umsókn til Fjarskiptasjóðs. PD fer yfir stöðu málsins.

Umsóknir voru opnaðar fyrr í dag í Innanríkisráðuneytinu. PD mætti þar. Hreppsnefnd fundar aftur næstu daga þegar niðurstaða liggur fyrir.

4

Skólaakstur í Skorradal. – Mál nr. 1611004

Farið yfir málið

Sagt var frá fundi forelda barna í skólaakstur, sem var í lok nóvember. SFB og PD falið að ræða við fræðslustjóra Borgarbyggðar.

Fundargerðir til kynningar

5

Fundargerðir nr. 844 & 845 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 1612007

Lagðar fram.

6

Faxaflóahöfn sf. – stjórnarfundir 151 & 152 – Mál nr. 1612008

Lagðar fram.

7

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, stjórnarfundur nr. 127 – Mál nr. 1612009

Lagt fram

8

Faxaflóahöfn sf. – stjórnarfundur 153 – Mál nr. 1701005

Lögð fram fundargerð nr. 153 hjá stjórn Faxaflóahafna.

Skipulagsmál

9

Indriðastaðir 4, umsókn um stækkun – Mál nr. 1510001

Undanþága barst frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 22. nóv. 2016, frá ákvæði 5.3.2.14 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 vegna viðbyggingar við frístundahús á lóðinni Indriðastaðir 4 í 40 m fjarlægð frá Skorradalsvatni.Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 102. fundi sínum að hreppsnefnd veitti byggingarleyfi þar sem Umhverfi- og auðlindaráðuneytið hefur veitt undanþága frá gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð frá vatni.

Hreppsnefnd samþykkir að veitt verði byggingarleyfi vegna stækkunar frístundahúss. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

10

Aðalskipulag Borgarbyggðar-breyting – Mál nr. 1701001

Erindi barst frá Borgarbyggð þar sem kynnt er breyting aðalskipulags er varðar miðsvæði Borgarness. Breytingin felur í sér að innan miðsvæðis (M1) verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir, M1 og M3. Nýtingarhlutfall breytist á reit M3 en verður óbreytt á reit M1. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 102. fundi sínum að skipulagstillaga verði lögð fram til kynningar hjá hreppsnefnd sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting aðalskipulags lögð fram til kynningar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

22:30.