Miðvikudaginn 28. desember 2016 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Almenn mál
| ||
1
|
Fjárhagsáætlun 2017 – Mál nr. 1610008
| |
Lögð fram til seinni umræðu.
| ||
Fjárhagsáætlun samþykkt með smá breytingu. Niðurstaða A- hluta aðalsjóðs er jákvæð upp á 2.431.000,-
Einnig er samþykkt fjárfesting í nýju B-hluta fyrirtæki sveitarfélagins upp á 10 milljónir í fjarskiptamálum (ljósleiðari). Áætlun skiptist þannig, 55 milljónir fjárfestingu á ljósleiðaralagningu og 45 milljónir í stofngjöld notenda og opinberan stuðning á móti stofnfjárfestingunni. Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2017 verði fyrir A-stofn 0,5% og fyrir B- og C- stofn 1,32%. | ||
|
||
2
|
Frístunda- og akstursstyrkur. – Mál nr. 1612005
| |
Breytingar á samþykkt frá 11. júlí 2007 um akstursstyrk fyrir börn í sveitarfélaginu.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að samþykktin frá 2007 falli úr gildi núna við áramótin. Hreppsnefnd samþykkir frá 1. janúar n.k. eftirfarandi:
Frístundarstyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn 6-18 ára, 10.000 kr. á önn. Akstursstyrkur fyrir börn 6-18 ára, miðað við akstur frá lögheimili til æfinga/frístundar kr. 20.000 á ári. | ||
|
||
3
|
3 ára fjárhagsáætlun 2018-2020 – Mál nr. 1612004
| |
Lögð fram til fyrri umræðu.
| ||
Samþykkt að vísa áætluninni til seinni umræðu með áorðnum breytingum.
| ||
|
||
4
|
Greiðslu skólakostnaðar í öðru sveitarfélagi – Mál nr. 1612006
| |
Sótt er um fyrir eitt barn á vorönn.
| ||
Samþykkt, greiðist samkvæmt viðmunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
| ||
|
.