Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
102. fundur
þriðjudaginn 10. janúar 2017 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Tryggvi Valur Sæmundsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Sæmundur Víglundsson og Jón Friðrik Snorrason.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
SV yfirgaf fund kl. 14:00. JFS sat fund sem varamaður fyrir PD
Þetta gerðist:
Byggingarleyfismál
| ||
1
|
Indriðastaðir 4, umsókn um stækkun – Mál nr. 1510001
| |
Undanþága barst frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 22. nóv. 2016, frá ákvæði 5.3.2.14 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 vegna viðbyggingar við frístundahús á lóðinni Indriðastaðir 4 í 40 m fjarlægð frá Skorradalsvatni.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að veitt verði byggingarleyfi þar sem Umhverfi- og auðlindaráðuneytið hefur veitt undanþága frá gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð frá vatni.
| ||
|
||
2
|
Indriðastaðir Kaldárkot – Mál nr. 1607009
| |
Umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 7. des. 2016, er lögð fram er varðar undanþágubeiðni frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsstofnun tekur ekki afstöðu til beiðninnar fyrr en fyrirliggur breyting deiliskipulags Indriðastaðahlíðar þar sem lóðin er sameinuð umræddu svæði. Lóðarhafa hefur verið kynnt umsögn Skipulagsstofnunar.
| ||
Málinu frestað.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
3
|
Hvammsskógur,umsókn um framkvæmdaleyfi göngustígs – Mál nr. 1607008
| |
Skipulags- og byggingarnefnd, ásamt skipulags- og byggingarfulltrúum, fóru í vettvangsferð þann 29. nóv. 2016 og kynntu sér aðstæður. Minnisblað vettvangsferðar lagt fram. Gögn bárust frá félagi sumarhúsaeiganda í Hvammi og þau lögð fram.
| ||
Nefndin leggur til að staða málsins verði kynnt aðliggjandi lóðarhöfum þegar endaleg gögn liggja fyrir. Málinu frestað.
| ||
|
||
4
|
Landsskipulagsstefna 2015-2026 – Mál nr. 1606021
| |
Erindi barst frá Skipulagsstofnun dags. 6. október 2016 þar sem gerð er grein fyrir því að Landsskipulagsstefna 2015-2026 hefur verið gefin út. Útgáfuna má nálgast á rafrænu formi á vef Skipulagsstofnunar skipulag.is.
| ||
Erindi og prentað eintak stefnunar lagt fram.
| ||
|
||
5
|
Fornleifaskráning í Skorradal – Mál nr. 1411012
| |
Skipulagsfulltrúi kynnti stöðu mála er varðar aðalskráningu fornleifa innan sveitarfélagsins.
| ||
Tölvupóstur Kristborgar Þórsdóttur frá Fornleifastofnun Íslands lagður fram.
| ||
|
||
6
|
Aðalskipulag Borgarbyggðar-breyting – Mál nr. 1701001
| |
Erindi barst frá Borgarbyggð þar sem kynnt er breyting aðalskipulags er varðar miðsvæði Borgarness. Breytingin felur í sér að innan miðsvæðis (M1) verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir, M1 og M3. Nýtingarhlutfall breytist á reit M3 en verður óbreytt á reit M1.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagstillaga verði lögð fram til kynningar hjá hreppsnefnd sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
14:45.