Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 101
Miðvikudaginn 9. nóvember 2016 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.
Fundarritari var Pétur Davíðsson.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2015 – Mál nr. 1606025
| |
Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur fyrir árið 2015. Undir þessum lið mætti Konráð Konráðsson endurskoðandi.
| ||
Konráð fór yfir niðurstöðu ársreikningsins.
FB og JEE vilja bóka eftirfarandi: Við hörmum að enn og aftur er verið leggja ársreikning 2015 fyrir á seinni hluta ársins og leggjum enn áherslu á að tímamörk og skil á ársreikningi verði virt og staðið verði við þær dagsetningar samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Samþykkt að vísa umræðu um ársreikning 2015 til seinni umræðu. | ||
|
||
2
|
Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003
| |
Farið yfir stöðu málsins, sagt frá fundi með Borgarbyggð.
| ||
PD fór yfir stöðuna, rætt um kostnað og fleira ásamt Konráði endurskoðanda. Samþykkt að senda Borgarbyggð erindi um lagningu ljósleiðara í Andakíl. Einnig samþykkt að senda inn umsókn til Fjarskiptasjóðs.
| ||
|
||
3
|
Skólaakstur í Skorradal. – Mál nr. 1611004
| |
Farið yfir tillögu að útboðsleið hjá Borgarbyggð.
| ||
Samþykkt að fela SFB og PD að vinna málið áfram.
| ||
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
4
|
Fundargerðir nr. 842 & 843 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 1611001
| |
Lagðar fram.
| ||
|
||
5
|
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, stjórnarfundir nr. 125 & 126 – Mál nr. 1611002
| |
Lagðar fram.
| ||
|
||
6
|
Faxaflóahöfn sf. – stjórnarfundir 148, 149 & 150 – Mál nr. 1611003
| |
Lagðar fram.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
01:25.