100 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 100
Miðvikudaginn 26. október 2016 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Kjörskrá til alþingiskosninga 29. október n.k. – Mál nr. 1610004

Lögð fram kjörskrá til staðfestingar. Einnig er lagt til að kjörstaður verði að Indriðastöðum þar sem Skátaskálinn er upptekin á kjördag.

Á kjörskrá í Skorradalshreppi eru 49 íbúar. Kjörskráin samþykkt og oddvita falið að undirrita hana.

2

Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003

PD fór yfir málið.

PD falið að vinna málið áfram.

3

Gjaldskrá embættis skipulags- og byggingarfulltrúa – Mál nr. 1603005

Lagt fram til seinni umræðu tillaga að nýrri gjaldskrá.

Gjaldskráin samþykkt.

4

Erindi til Vegargerðarinnar – Vegamál í Skorradal. – Mál nr. 1610005

Lagt fram bréf oddvita.

Samþykkt að leggja fram erindi frá Oddvita, annarsvegar til samgöngunefndar frá 25.apríl sl. og hins vegar til Vegagerðarinnar 7.október sl.

5

Húsafriðunarsjóður 2016 – Mál nr. 1608008

Lagt fram svar Minjastofnunar um verkefnið Verndarsvæði í byggð – Framdalurinn – Fitjasókn í Skorradal.

Minjastofnun hefur samþykkt að veita styrk upp á kr. 5.980.000,- Oddvita falið að fá formann Framdalsfélagsins á fund til að meta næstu skref.

6

Tillaga að Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2019 – Mál nr. 1610006

Óskað er eftir umsagnar sveitarstjórnar á tillögunni.

Oddviti lagði fram tillögu að umsögn. Oddvita falið að klára hana í samræmi við umræður á fundinum.

7

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 22.-23.september – Mál nr. 1609011

Oddviti sagði frá ráðstefnunni.

8

Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2016 – Mál nr. 1609010

Oddviti fór yfir ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

9

Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarstjóra í umdæmi lögreglustjóra. – Mál nr. 1609012

Oddviti sagði frá fundi sem fór fram 7. september s.l.

10

9. mánaðauppgjör fyrir árið 2016 – Mál nr. 1610007

Lagt fram.

Farið yfir stöðu eftir 9. mánuði ársins.

11

Fjárhagsáætlun 2017 – Mál nr. 1610008

Lögð fram til skoðunar.

Rætt um áætlunina og hvað það þurfi að bæta við áður en áætlunin kemur til fyrri umræðu.

Fundargerðir til staðfestingar

12

Skipulags- og byggingarnefnd – 101 – Mál nr. 1610001F

Lögð fram fundargerð frá 11. október s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 7 liðum.

12.1

1606002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 38

12.2

1607001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 39

12.3

1610002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 40

12.4

1609006 – Vatnsendahlíð 183, Umsókn um byggingarleyfi

12.5

1610003 – Vatnsendahlíð 183, breyting á deiliskipulagi

12.6

1608001 – Indriðastaðir, endurnýjun hitaveitulagnar, framkvæmdaleyfi

12.7

1407004 – Hvammsskógur 45, bygg.mál

Skipulagsmál

13

Vatnsendahlíð 183, breyting á deiliskipulagi – Mál nr. 1610003

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags Vatnsendahlíðar, 8. áfanga skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar aukið byggingarmagn á lóð Vatnsendahlíðar 183 úr 100 fm í 107,1 fm, með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist. Tillaga óverulegrar breytingar deiliskipulags verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 180, 181, 182, 184, 185 og landeiganda.

Hreppsnefnd leggur til að heimila óverulega breytingu deiliskipulags Vatnsendahlíðar, 8. áfanga skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist og breyting deiliskipulags verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 180, 181, 182, 184, 185 og landeiganda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Framkvæmdarleyfi

14

Indriðastaðir, endurnýjun hitaveitulagnar, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1608001

Endurnýja á hitaveitulagnir í landi Indriðastaða. Um er að ræða stofnlagnir og heimtaugar í elsta hluta frístundabyggðar Indriðastaða, Stráksmýrar og tveggja lóða við Skógarás. Deiliskipulag liggur ekki fyrir í elsta hluta frístundabyggðar Indriðastaða. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að umrædd framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld þar sem nefndin telur hana vera óverulega sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Skipulags- og byggingarnefnd leggur samt til að aflað verði umsagnar Minjastofnunar þar sem framkvæmd fer um svæði þar sem ekki er í gildi deiliskipulag.

Hreppsnefnd samþykkir að umrædd framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Hreppsnefnd fellst enn fremur á að leitað verði umsagnar Minjastofnunar þar sem framkvæmd fer um svæði þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:45.