10.desember 2008 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 10. desember 2008 kl:21.00 að Grund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson.
1. Lögð fram 28. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar dagsett 8. desember 2008. Fundargerðin samþykkt án athugasemda.
2. Lögð fram fjárhagsáætlun 2009 til fyrri umræðu. Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2009 kemur fram að skipulags- og byggingarembætti sveitarfélagsins er ekki hægt að reka í þeirri mynd sem verið hefur. Oddviti ræddi við skipulags- og byggingarfulltrúa í dag 10. desember þar sem hann fór yfir þessi mál með honum. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði eftir fundi með oddvita og fleiri nefndarmönnum. Samþykkt að fresta afgreiðslu fyrri umræðu fjárhagsáætlunar til næsta fundar.
3. Lögð fram tillaga að útvarsprósentan verði óbreytt þ.e. 11,24%. Samþykkt
4. Lagt fram svarbréf frá Landgræðslunni dagsett 28. nóvember 2008.
5. Lögð fram tillaga frá K. Huldu Guðmundsdóttur að hreppurinn gerist stofnaðili að Auðlind, sem er náttúrusjóður og var stofnaður 1. desember 2008. Samþykkt að sveitarfélagið gerist stofnaðili að sjóðnum og framlagið verði 50.000 kr.-
6. Málefni skipulags- og byggingafulltrúa.Lagt fram bréf Guðnýjar Atladóttur fyrir hönd eignahaldsfélagið Hvammskóga ehf. um embættisfærslur byggingar – og skipulagsfulltrúa. Oddvita falið að ræða við byggingar- og skipulagsfulltrúa og gera honum grein fyrir efni bréfsins og málinu frestað.
7. Lagt fram til kynningarbréf frá þjóðskrá er varðar flutningstilkynningu í sveitarfélaginu.
8. Oddviti greindi frá framgangi mála um Hvammshlíðina.
9. K. Hulda sagði frá fundi sínum við umhverfisráðherra og aðstoðarmanni hans er varðar friðlýsingu á Vatnshorni.
10. Tekin fyrir svæðisskipulagsbreyting er varðar óverulega breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélganna norðan Skarðsheiðar. Um er að ræða að taka 19ha. land úr landbúnaðarnotkun í landi Hraunsás III og breyta í landnotkun yfir í frístundabyggð. Samþykkt
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:23:56