Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5, fundur nr. 10
Fundargerð
9. mars 2012
Fundur búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 haldinn í ráðhúsi Borgarbyggðar þann 9. mars 2012 kl. 16:15. Mætt eru: Guðmundur Sigurðsson og Sigrún Ólafsdóttir fyrir hönd Borgarbyggðar og Pétur Davíðsson fyrir hönd Skorradalshrepps. Guðmundur setti fund og bauð nefndarfólk velkomið. Var síðan gengið til dagskrá.
1. Samningur við Búnaðarsamtök Vesturlands um búfjáreftirlit 2011-12. Umræður urðu um framkvæmd síðasta samnings. Samþykkt að formaður afli upplýsinga um uppgjör fyrra árs. Lögð fram tillaga að nýjum samningi. Urðu þó nokkrar umræður um hann og hækkun tímagjalds óeðlilega mikil. Vísast annars í minnisblað fundarins.
2. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit. Lagt fram bréf formanns til Borgarbyggðar og svarbréf Borgarbyggðar frá 14. Mars 2011. Byggðaráð Borgarbyggðar hefur samþykkt gjaldskrána. Nú vantar að sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Skorradalshrepps taki gjaldskrána fyrir á tveim fundum sveitarstjórna, til fyrri og seinni umræðu, og samþykki síðan formlega skrána. Formanni mun síðan eftir staðfestingu sveitarstjórnanna senda gjaldskrá til staðfestingar í Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.
3. Framkvæmd búfjáreftirlits. Rætt um framkvæmd eftirlitsins. Formanni falið að ræða við verkkaupa um aukið upplýsingastreymi frá verkkaupa til verksala.
Ekki fleira gert og fundi slitið, kl. 17:15
Pétur Davíðsson,