Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 1. júní 2009 kl:20.30 að Hvanneyri. Þessi sátu fundinn: Davíð Pétursson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson. Jón E. Einarsson mætti í stað Fjólu Benediktsdóttir, aðalmanns.
Pétur Davíðsson ritar fundargerð.
Til fundarins mættu formenn eða fulltrúar frístundabyggðasvæða í Skorradal.
Theodór Kjartansson, fyrir Fitjahlíð
Ágúst Gunnarsson, fyrir Hálsalandi
Gísli Þórörn Júlíusson, fyrir Indriðastaðaland
Vilhjálmur Þorláksson, fyrir Vatnsendahlíð
Jóhannes Sigurðsson, fyrir Dagverðarnes
Fulltrúi Hvammshlíðar hafði verið boðaður en mætti ekki.
1. Setning. Oddviti setti fund og bauð gesti velkomna. Menn kynntu sig og síðan var gengið til dagskrár.
2. Kynning á aðalskipulagstillögu Skorradalshrepps. Pétur Davíðsson, formaður aðalskipulagsnefndar fór aðeins yfir starf nefndarinar og feril aðalskipulagstillögunar frá upphafi til dagsins í dag. Hulda Guðmundsdóttir fór síðan yfir helstu atriði í skipulagsáætlun aðalskipulagsins. Umræður urðu um tillöguna og margt kom fram.
3. Kynning á tillögu á annari útgáfu Staðardagskrá 21.
Lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:22.00