Afgreiðslufundir byggingafulltrúa
1. fundur
miðvikudaginn 25. maí 2011 kl. 13:30, hélt byggingafulltrúi Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.
Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn erindi
| ||
1
|
Indriðastahlíð 116, frístundahús
– Mál nr. 1003030 | |
Sótt er um breytingu á fyrirliggjandi samþykktri byggingarleyfisumsókn skv. uppdráttum frá Glámu-Kím arkitektum. Breytingin er óveruleg.
| ||
Samþykkt.
| ||
|
||
2
|
Grenihvammur 1, frístundahús – Mál nr. 1011007
| |
Sótt er um breytingu á fyrirliggjandi samþykktri byggingarleyfisumsókn skv. uppdráttum frá EON arkietktum.
| ||
Byggingaráformin eru í samræmi við gildandi deiliskipulag. Samþykkt 10.05.2011.
| ||
|
||
3
|
Fitjahlíð 63 stækkun frístundahúss – Mál nr. 1007002
| |
Sótt er um breytingu fyrirliggjandi samþykktri byggingarleyfisumsókn skv. uppdráttum frá Klöpp dags. 11. og 18. 04.2011. Um er að ræða óveruleg frávik og minna byggingarmagn.
| ||
Byggingaráform samþykkt 27.04.2011.
| ||
|
||
4
|
Fitjahlíð 107, frístundahús – Mál nr. 1105007
| |
Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús skv. uppdráttum frá Nýhönnun dags. 27.04.2011. Stærðir 55,3 fm og 193,9 rm.
| ||
Byggingaráformin samræmast byggingarskilmálum sem gilda á svæðinu. Samþykkt.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
14:30.