Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradals 6.maí 2008 kl:16:00 ásamt aðalskipulagsnefnd og Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt sem kom með Jón Þórissyni. Þessir sátu fundinn. Davíð Pétursson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Guðrún Guðmundsdóttir og Jón Einarsson.
1. Guðrún Jónsdóttir kynnt vinnuna við aðalskipulagið í Skorradal. Guðrún afhenti drög af matsáætlun og Jón Þórisson fór yfir hana. Farið var yfir stöðuna á aðalskipulagskortinu og framhaldinu í þeirri vinnu. Það sem þarf að hafa í huga og ræða nánar er:
- Hnitsetning einstakra svæða á aðalskipulagskortinu
- Hvernig skógræktarsvæði Skógræktarinnar eru merkt inn á kortið
- Vegsvæðið
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:17:45
_________________________ ____________________________
_________________________ ____________________________
_________________________ ____________________________