66 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
66. fundur

Miðvikudaginn 4. júlí 2012 kl. 11:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Pétur Davíðsson, Jón Pétur Líndal, Jón E. Einarsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir. Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdótttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Fundargerðir til staðfestingar

1

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 13 – Mál nr. 1206004F

Fundargerð lögð fram

Skipulagsmál

2

Dagverðarnes 129, umsókn um deiliskipulagsbreytingu – Mál nr. 1206003

Sótt er um deiliskipulagsbreytingu. Um er að ræða skilmálabreytingu sem felur í sér að byggingarmagn frístundahúss verður aukið úr 82 fm í 118,9 fm og geymslu verði aukið úr 10 fm í 22,5 fm.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðahöfum Dagverðarness 117, 119,121,127,131, 132, 134, 136 og 138 og landeiganda Dagverðarness að teknu tilliti til athugasemda, skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

3

Dagverðarnes 119 – Mál nr. 1205001

Sótt er um deiliskipulagsbreytingu. Um er að ræða skilmálabreytingu vegna byggingar gestahúss sem felur í sér að byggingarmagn lóðar verði aukið úr 82 fm í 112 m2.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðahöfum Dagverðarness 113,115,117,131,129 og 121 og landeiganda Dagverðarness að teknu tilliti til athugasemda, skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4

Dagverðarnes 30 á S1, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1206012

Sótt er um deiliskipulagsbreytingu. Um er að ræða skilmálabr. sem felur í sér að byggingarmagn verði aukið úr 60 m2 í 85 m2.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðahafa Dagverðarness 28, 80 og landeiganda Dagverðarness að teknu tilliti til athugasemda, skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

5

Dagverðarnes S1-S5,öryggishlið, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1206004

Sótt er um deiliskipulagsbreytingu. Um er að ræða að setja 3 öryggishlið. Hlið 1 verði fyrir svæði 1,2 og 5, hlið 2 fyrir svæði 3 og hlið 3 fyrir svæði 4.

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir frekari gögnum.

6

Efnistaka, framkvæmdarleyfi og mat á umhverfisáhrifum. – Mál nr. 1206013

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun og Skipulagstofnun

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

13:45.