63 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
63. fundur

Miðvikudaginn 8. febrúar 2012 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Jón Pétur Líndal og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Fundargerðir til staðfestingar

1

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 8 – Mál nr. 1201001F

Fundargerðin lögð fram.

Skipulagsmál

2

Stóra-Drageyri, Nýtt deiliskipulag fyrir núverandi frístundabyggð. – Mál nr. 1202001

Lögð fram deiliskipulagstillaga að nýju deiliskipulagi fyrir núverandi frístundabyggð að Stóru-Drageyri skv. uppdrætti frá Landlínum. Uppdráttur með greinargerð dags. 30.01.2012.

Deiliskipulagstillagan lögð fram. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

14:45.