55 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
55. fundur

Miðvikudaginn 2. febrúar 2011 kl. 13:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Jón Pétur Líndal og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Jón Pétur sótti fundinn símleiðis.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Skorradalshrepps – Mál nr. 1102001

Drög að gjaldskrá fyrir afgreiðslu umsókna, leyfisveitingar og þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Skorradalshrepps lögð fram og kynnt.

Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá drögunum í samræmi við umræður á fundinum. Vísað til hreppsnefndar.

2

Samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans í Skorradalshreppi – Mál nr. 1102002

Drög að samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans í Skorradalshreppi lögð fram og kynnt.

Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá drögunum í samræmi við umræður á fundinum. Vísað til hreppsnefndar.

Almenn erindi – umsagnir og vísanir

3

Breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2010 – Mál nr. 1102003

Breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2010, erindi Hvalfjarðarsveitar dags. 27. janúar 2011. Breytingin varðar stækkun iðnaðarsvæðis á Grundartanga um 6,9 ha til suðurs. Skorradalshreppi er gefinn kostur á að gera athugasemdir.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við breytingartillöguna.

4

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2010 – Mál nr. 1102004

Bréf Borgarbyggðar dags. 24. desember 2010 þar sem tilkynnt er um staðfestingu sveitarstjórnar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2010.

Lagt fram. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ítreka sjónarmið Skorradalshrepps við Borgarbyggð. Afrit sendist á Skipulagsstofnun og umhverfisráðuneyti.

Skipulagsmál

5

Aðalskipulagsbreyting – Mál nr. SK070024

Bréf umhverfisráðuneytis dags. 19. janúar 2011 þar sem ráðuneytið fellur frá fyrri afstöðu sinni um málsmeðferð og hafnar staðfestingu á breytingu á aðalskipulagi Dagverðarness.

Nefndin furðar sig á lokaniðurstöðu umhverfisráðuneytisins miðað við forsögu málsins, en telur að með bréfi ráðuneytisins sé málsmeðferð lokið af hálfu sveitarfélagsins.

6

Breyting á svæðisskipulagi sveitafélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 í landi Dagverðarness. – Mál nr. SK080059

Bréf umhverfisráðuneytis dags. 19. janúar 2011 þar sem ráðuneytið hafnar staðfestingu svæðisskipulagsbreytingarinnar.

Nefndin furðar sig á lokaniðurstöðu umhverfisráðuneytisins miðað við forsögu málsins, en telur að með bréfi ráðuneytisins sé málsmeðferð lokið af hálfu sveitarfélagsins.

7

Refsholt 57, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1009005

Áður frestað erindi. Sótt er um breytingu á deiliskipulagi: Frístundabyggð í Hálsaskógi, Skorradal IV. áfangi, Refsholt 57. Sótt eru um þá breytingu að þak megi vera flatt eða einhalla í stað risþaks og að hæð veggja megi vera 400 cm en í gildi er mesta vegghæð langveggja 250 cm. Meðfylgjandi eru grunnhugmyndir að uppbyggingu á lóðinni.

Nefndin telur að breytingin sé of mikil til að hún geti flokkast undir órverulega breytingu á deiliskipulagi. Jafnframt telur nefndin of mikil frávik frá gildandi skipulagsskilmálum og hafnar fyrirliggjandi breytingartillögu.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

16:30.