Skipulags-og bygginganefnd, fundur nr. 137
Dags. 28.4.2020
Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
þriðjudaginn 28. apríl 2020 kl.15:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund , fjarfund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði:Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði:Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
1. | Kortlagning beitilanda sauðfjár- Mál nr. 2003011 | |
Tölvupóstur barst frá Landgræðslunni þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið yfirfari kort er varðar flokkun beitilanda. Kortið er unnið undir verkefninu GróLindar www.grolind.is. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd vill koma á framfæri nokkrum ábendingum vegna fyrirliggjandi korts. Skipulagsfulltrúa falið að koma minnisblaði nefndarmanna á framfæri við Landgræðsluna. | ||
Byggingarleyfismál |
||
2. | Indriðastaðir 50, umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 2003001 | |
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. frá 26. mars til 26. apríl 2020 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. | ||
Skipulagsmál |
||
3. | Deiliskipulag við Skálalæk, lóð Hrísáss 18, breyting deiliskipulags- Mál nr. 2003002 | |
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2020 m.s.br. þann 25. mars til 25. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. | ||
4. | Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala- Mál nr. 1402009 | |
Lögð eru fram drög að lóðarafmörkunum lóða Fitjahlíðar 47-62. Tekið hefur verið tillit til leiðbeininga Vegagerðarinnar við afmörkun þeirra, miðað er við gróinn bakka meðfram Skorradalsvatni og fyrirliggjandi lóðaleigusamninga eins og mögulegt er. | ||
Lagt er til að haft verði samráð við landeigendur um áframhaldandi vinnu afmörkun lóða og fyrirliggjandi drög kynnt þeim. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. | ||
5. | Hvammsskógar 21 og 23, breyting deiliskipulags- Mál nr. 1907002 | |
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Hvammskóga neðri er varðar breytta legu byggingarreita lóðanna Hvammsskóga 21 og 23. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags er varðar legu byggingarreita sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 19, 22, 24, 26, 27, 28 og Furuhvamms 3, 5, 7 og landeigendum. | ||
6. | Dagverðarnes 103, breyta frístundalóð í íbúðarhúsalóð- Mál nr. 2004005 | |
Erindi barst frá lóðarhafa Dagverðarness 103 þar sem óskað er eftir því að breyta frístundalóð í íbúðarhúsalóð.Verið er að byggja heilsárshús á lóðinni sem uppfyllir kröfur íbúðarhúsnæðis. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar beiðni lóðarhafa Dagverðarness 103 þar sem það er ekki í samræmi við Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022. | ||
7. | Dagverðarnes 130, svæði 3, breyting deiliskipulags- Mál nr. 2003003 | |
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2020 m.s.br. þann 23. mars til 23. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. | ||
8. | Hvammsskógur neðri, Hvammsskógur 43 og Dynhvammur 5, br. dsk- Mál nr. 2004006 | |
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Hvammsskóga neðri fyrir lóðir Hvammsskóg 43 og Dynhvamm 5 í landi Hvamms er varðar færslu lóðarmarka á milli umræddra lóða. Lóð Hvammsskóga 43 stækkar um 148 fm og Dynhvammur 5 minnkar sem því nemur. Byggingarreitir færast í samræmi við lóðarmörk. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 41,45, Dynhvamms 3, 4 og landeiganda. | ||
Framkvæmdarleyfi |
||
9. | Skógrækt, umsókn um framkvæmdaleyfi- Mál nr. 2004004 | |
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til ræktunar fjölnytjaskóga á 50 ha svæði í landi Dagverðarness. Um er að ræða svæði sem eru skilgreind opin skógarsvæði til sérstakra nota sbr. breytingu aðalskipulags sem staðfest var af Skipulagsstofnun þann 7.1. 2020. Skógrækt umfram 20 ha er háð framkvæmdaleyfi, einkum m.t.t. brunavarna sbr. Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Ræktunaráætlun var ekki lögð fram með umsókn. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að málinu verði frestað þar til ræktunaráætlun og umsögn slökkviliðsstjóra liggur fyrir. | ||
10. | Vegaframkvæmd í Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 2004007 | |
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Skorradalsvegar (508) í landi Dagverðarness. Staðið hefur yfir vegaframkvæmd á Skorradalsvegi í landi Hvamms og Dagverðarness á liðnu ári sem ekki er lokið. Það framkvæmaleyfi gildir til loka árs 2020. Þetta framkvæmdaleyfi varðar vegakafla frá stöð 13.500 til 14260. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Samþykki landeigenda liggur ekki fyrir, né umsögn Minjastofnunar Íslands. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir endurbyggingu Skorradalsvegar sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki landeigenda og umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Lagt er til að framkvæmdaleyfi verði veitt til loka árs 2021. | ||
Fleira ekki gert.