Hreppsnefnd, fundur nr. 146
Dags. 26.6.2020
Hreppsnefnd Skorradalshrepps
26. júní 2020 kl.14:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði:Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Fundargerð ritaði:Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
1. | Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2019- Mál nr. 2006007 | |
Lagður fram til fyrri umræðu. Fulltrúar KPMG, Haraldur Örn Reynisson og Konráð Konráðsson komu og fóru yfir ársreikning. | ||
Samþykkt að vísa ársreikningi til seinni umræðu. | ||
Gestir | ||
Konráð Konráðsson – | ||
Haraldur Örn Reynisson – | ||
2. | Sérfræðiálit – vegna hugsanlegs viðauka við fjárhagsáæltun 2020- Mál nr. 2006008 | |
Rætt um sérfræðiálit vegna hugsanlegs viðauka. | ||
Samþykkt að fela oddvita að fá sérfræðiálit vegna hugsanlegs viðauka. | ||
3. | Kjörskrá til alþingiskosninga 27. júní n.k.- Mál nr. 2006009 | |
Lögð fram kjörskrá til staðfestingar. Einnig er lagt til að kjörstaður verði að Mófellsstöðum. | ||
Á kjörskrá í Skorradalshreppi eru 54 íbúar. Kjörskráin samþykkt og oddvita falið að undirrita hana. | ||
Fundargerðir til staðfestingar |
||
8. | Skipulags- og byggingarnefnd – 138- Mál nr. 2005002F | |
Lögð fram fundargerð frá því 18. maí s.l. | ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum. | ||
8.1 | 2005011 – Stofnun lóða í landi Vatnshorns, Bakkakots og Sarps | |
8.2 | 2005009 – Kynning á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna Kárastaða | |
8.3 | 1208001 – Horn, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku | |
8.4 | 2005010 – Efnistaka í Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi | |
8.5 | 2004004 – Skógrækt, umsókn um framkvæmdaleyfi | |
9. | Skipulags- og byggingarnefnd – 139- Mál nr. 2006002F | |
Lögð fram fundargerð frá 9. júní s.l. | ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 7 liðum. | ||
9.1 | 2005011 – Stofnun lóða í landi Vatnshorns, Bakkakots og Sarps | |
9.2 | 2005001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 54 | |
9.3 | 2006001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 55 | |
9.4 | 2005007 – Vatnsendahlíð 31, Umsókn um byggingarleyfi f. geymslu | |
9.5 | 1911010 – Kæra nr. 118-2019, Fitjahlíð uppskipting lóðar | |
9.6 | 2006002 – Dagverðarnes 210, á svæði 4, breyting deiliskipulags | |
9.7 | 2006001 – Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi | |
Skipulagsmál |
||
6. | Dagverðarnes 210, á svæði 4, breyting deiliskipulags- Mál nr. 2006002 | |
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Dagverðarnes á svæði 4, fyrir lóð Dagverðarnes 210. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð úr 60 fm í 178 fm. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2020. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 131, 138, 208, 212 og landeiganda. | ||
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 131, 138, 208, 212 og landeiganda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. | ||
7. | Vatnsendahlíð 31, Umsókn um byggingarleyfi f. geymslu- Mál nr. 2005007 | |
Sótt er um að byggja 14,0 m2 geymslu á lóðinni. Heimilað byggingarmagn er 82 fm á lóð skv. gildandi deiliskipulagi. Þar sem byggingarmagn á lóð fer upp fyrir heimild skv. deiliskipulagi óskar umsækjandi þess að gerð verði breyting á skilmálum á lóðinni þannig að bygging 14,0 m2 geymslu rúmist þar innan. Hér er um að ræða tilkynningarskylda framkvæmd og því ekki þörf á formlegu byggingarleyfi.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 23, 29 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. | ||
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 23, 29 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. | ||
Framkvæmdarleyfi |
||
4. | Skógrækt, umsókn um framkvæmdaleyfi- Mál nr. 2004004 | |
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til ræktunar fjölnytjaskóga á 36 ha svæði í landi Dagverðarness. Um er að ræða svæði sem eru skilgreind opin skógarsvæði til sérstakra nota sbr. breytingu aðalskipulags sem staðfest var af Skipulagsstofnun þann 7.1. 2020. Skógrækt umfram 20 ha er háð framkvæmdaleyfi, einkum m.t.t. brunavarna sbr. Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Ræktunaráætlun var ekki lögð fram með umsókn. Málinu var frestað á 137. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Umsögn slökkviliðsstjóra liggur fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi verði veitt sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til ræktunar fjölnytjaskóga. | ||
Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúi veiti framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til ræktunar fjölnytjaskóga í Dagverðarnesi. | ||
5. | Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi- Mál nr. 2006001 | |
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi til bakkavarna í Hornsá neðan Mófellsstaðavegar (507). Gert er ráð fyrir að taka að hámarki 5.500 m3 efni til að breikka ánna þannig að áin fái nægilegt rými (flóðfar) í farveginum í flóðum og hlutar eystri bakka árinnar verði lagfærðir. Umsagnir Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu liggja fyrir. Samþykki landeiganda liggur ekki fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skiplagslaga nr. 123/2020 og framkvæmdaleyfi verði veitt til loka árs 2021 að því gefnu að samþykki landeiganda liggi fyrir. | ||
Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúi veiti framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skiplagslaga nr. 123/2020 og framkvæmdaleyfi verði veitt til loka árs 2021 að því gefnu að samþykki landeiganda liggi fyrir. | ||
Fleira ekki gert.