145 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd, fundur nr. 145

Dags. 29.4.2020

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 145
miðvikudaginn 29. apríl 2020 kl.15:30, hélt  hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.  Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði:Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Tímabundin heimild til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga v. neyðarstigs almannavarna- Mál nr. 2004009
Þriðjudaginn 17. febrúar 2020 samþykkti Alþingi breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Þetta er gert til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna COVID-19 faraldurs. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að rétt þyki að rýmka reglur um fjarfundi til að bregðast við tilmælum yfirvalda um sóttvarnir, án þess að það torveldi ákvarðanatöku innan stjórnkerfis sveitarfélaga. Auglýsing um ákvörðun ráðherra var birt í B-deild Stjórnartíðinda 19. mars 2020.

Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum er að finna á vefsíðu Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/1147.html

Auglýsingu um ákvörðun ráðherra er að finna á vefsíðu Stjórnartíðinda: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=f4cb3242-2fd9-4fa1-b70d-c1de5acee8f1

Lögð fram tillaga að tímabundinni heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda bæjarstjórnar og fastanefnda Akureyrarbæjar meðan neyðarstig almannavarna er í gildi.

Sveitarstjórn samþykkir, samhljóða, til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn Skorradalshrepps, að nota fjarfundarbúnað á fundum hreppsnefndar og fastanefnda Skorradalshrepps og engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir hreppsnefnd að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Fundargerð skal annað hvort deilt með öllum fundarmönnum á skjá í lok fundar og lesin yfir og síðan staðfest með tölvupósti eða undirrituð rafrænt.

 

 

2. Framtíð Hreppslaugar og uppbygging svæðisins.- Mál nr. 2004008
Á fundinn mættu fulltrúar Umf. Íslendings Gunnar Örn Kárason og Kristján Guðmundsson. Lögðu þeir fram erindi fyrir hönd Ungmennafélagsins. Óskað er eftir að stofnaður verði vinnuhópur um aðkomu og/eða stuðning að uppbyggingu Hreppslaugar.
Þó nokkrar umræður urðu um verkefnið. Hreppsnefnd tekur mjög jákvætt í erindið. Samþykkt að skipa Ástríði Guðmundsdóttur og Jón Eirík Einarsson í vinnuhópinn.
3. Aðgerðir vegna Covid19 – Almannavarnarnefnd.- Mál nr. 2004010
Oddviti sagði frá stöðu mála í Almannavarnarnefnd vegna Covid19. Upplýsingastreymið hefur verið gott frá Almannavarnarnefndinni.
4. Faxaflóahafnir – beiðni.- Mál nr. 2004011
Oddviti óskaði eftir stuðning Faxaflóahafna við endurnýjun upplýsingaskilta.
Faxaflóahafnir hafa samþykkt 500.000 kr. styrk.
5. Húsakönnun 2018- Mál nr. 1802001
Tilboð í seinni áfanga húsakönnunar er lagt fram og kynnt. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að gengið verði til samninga við Fornleifastofnun Íslands um að vinna húsakönnun er varðar seinni áfanga. Enn fremur er lagt til að sótt verði um styrk fyrir húsakönnun seinni áfanga til Minjastofnunar Íslands. Umsóknarfrestur er 1. des. ár hvert. Lagt er til að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram.
Hreppsnefnd leggur til að gengið verði til samninga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs frá Fornleifastofnun Íslands um að vinna húsakönnun er varðar seinni áfanga. Enn fremur leggur hreppsnefnd til að sótt verði um styrk fyrir húsakönnun seinni áfanga til Minjastofnunar Íslands og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fundargerðir til staðfestingar

6. Skipulags- og byggingarnefnd – 136- Mál nr. 2003002F
Lögð fram fundargerð frá 7. apríl s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum.
6.1 2004002 – Tillaga um notkun fjarfundabúnaðar
6.2 1802001 – Húsakönnun 2018
6.3 1903006 – Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja
6.4 1402009 – Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
6.5 2004001 – Mófellsstaðavegur, umsókn um framkvæmdaleyfi
7. Skipulags- og byggingarnefnd – 137- Mál nr. 2004001F
Lögð fram fundargerð frá í gær 28. apríl
Fundargerðin samþykkt í öllum 10 liðum.
7.1 2003011 – Kortlagning beitilanda sauðfjár
7.2 2003001 – Indriðastaðir 50, umsókn um byggingarleyfi
7.3 2003002 – Deiliskipulag við Skálalæk, lóð Hrísáss 18, breyting deiliskipulags
7.4 1402009 – Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
7.5 1907002 – Hvammsskógar 21 og 23, breyting deiliskipulags
7.6 2004005 – Dagverðarnes 103, breyta frístundalóð í íbúðarhúsalóð
7.7 2003003 – Dagverðarnes 130, svæði 3, breyting deiliskipulags
7.8 2004006 – Hvammsskógur neðri, Hvammsskógur 43 og Dynhvammur 5, br. dsk
7.9 2004004 – Skógrækt, umsókn um framkvæmdaleyfi
7.10 2004007 – Vegaframkvæmd í Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi

Skipulagsmál

8. Deiliskipulag við Skálalæk, lóð Hrísáss 18, breyting deiliskipulags- Mál nr. 2003002
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2020 m.s.br. þann 25. mars til 25. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
9. Dagverðarnes 130, svæði 3, breyting deiliskipulags- Mál nr. 2003003
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2020 m.s.br. þann 23. mars til 23. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
10. Hvammsskógur neðri, Hvammsskógur 43 og Dynhvammur 5, br. dsk- Mál nr. 2004006
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Hvammsskóga neðri fyrir lóðir Hvammsskóg 43 og Dynhvamm 5 í landi Hvamms er varðar færslu lóðarmarka á milli umræddra lóða. Lóð Hvammsskóga 43 stækkar um 148 fm og Dynhvammur 5 minnkar sem því nemur. Byggingarreitir færast í samræmi við lóðarmörk. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 41,45, Dynhvamms 3, 4 og landeiganda.
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags er varðar byggingarreiti og færslu lóðarmarka sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 41,45, Dynhvamms 3, 4 og landeiganda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
11. Hvammsskógar 21 og 23, breyting deiliskipulags- Mál nr. 1907002
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Hvammskóga neðri er varðar breytta legu byggingarreita lóðanna Hvammsskóga 21 og 23. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags er varðar legu byggingarreita sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 19, 22, 24, 26, 27, 28 og Furuhvamms 3, 5, 7 og landeigendum.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags er varðar legu byggingarreita sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 19, 22, 24, 26, 27, 28 og Furuhvamms 3, 5, 7 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Byggingarleyfismál

14. Indriðastaðir 50, umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 2003001
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. frá 26. mars til 26. apríl 2020 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Framkvæmdarleyfi

12. Mófellsstaðavegur, umsókn um framkvæmdaleyfi- Mál nr. 2004001
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu á 2,1 km löngum kafla Mófellsstaðavegar (507) í landi Efri-Hrepps, Neðri-Hrepps og Neðri-Hrepps 1. Efnistakan er áformuð í Borgarbyggð. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins og er ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000 m.s.br. Samþykki landeiganda liggur ekki fyrir en samningar við þá er í vinnslu. Umsögn Minjavarðar liggur ekki fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við Vegagerðina að útbúinn verði áningarstaður/bílastæði fyrir að lágmarki 4-6 bíla við gatnamót Mófellsstaðavegar (507) og Borgarfjarðarbrautar (50). Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir endurbyggingu Mófellsstaðavegar sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki landeiganda, umsögn Minjastofnunar Íslands og svar Vegagerðarinnar við athugasemd nefndarinnar liggur fyrir. Lagt er til að framkvæmdaleyfi verði veitt til loka árs 2020.
Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúi veiti framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Mófellsstaðavegar sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki landeiganda, umsögn Minjastofnunar Íslands og svar Vegagerðarinnar við athugasemd nefndarinnar liggur fyrir. Lagt er til að framkvæmdaleyfi verði veitt til loka árs 2020.
13. Vegaframkvæmd í Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 2004007
Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu Skorradalsvegar (508) í landi Dagverðarness. Staðið hefur yfir vegaframkvæmd á Skorradalsvegi í landi Hvamms og Dagverðarness á liðnu ári sem ekki er lokið. Það framkvæmaleyfi gildir til loka árs 2020. Þetta framkvæmdaleyfi varðar vegakafla frá stöð 13.500 til 14260. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins. Samþykki landeigenda liggur ekki fyrir, né umsögn Minjastofnunar Íslands. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir endurbyggingu Skorradalsvegar sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki landeigenda og umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Lagt er til að framkvæmdaleyfi verði veitt til loka árs 2021.
Hreppsnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar endurbyggingu Skorradalsvegar (508,) í landi Dagverðarness,vegkafla frá stöð 13.500 til 14.260, þegar samþykki landeigenda og umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Lagt er til að framkvæmdaleyfi verði veitt til loka árs 2021. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:15.