Afgreiðslufundir byggingafulltrúa, fundur nr. 56
Dags. 27.6.2020
27. júní 2020 kl. 15:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson og Sæmundur Víglundsson.
Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.
Þetta gerðist:
Byggingarleyfismál |
||
1. | Dagverðarnes 51, byggingarmál- Mál nr. 1705002 | |
Sótt er um að byggja, 92,0 m2 við núverandi hús,sem er nú 143,6 m2. Eftir stækkun verður frístundarhúsið því 235,6 m2. Fyrir er á lóðinni gesthús 28,8 m2. Alls verður því byggingarmagn á lóðinni 265 m2. Samkvæmt skilmálum frá 1999 er heimilt að byggja 90,0 m2 hús á lóðinni Lóðarstærð er 5300 m2 og miðað við nýtingarhlutfall 0,05 þá er heimilt að byggja 265,0 m2 á lóðinni. |
||
Byggingaráformin er hafnað þar sem byggingarmagn fer umfram heimildir skv. deiliskipulagi. Málinu vísað til Skipulagsnefndar. Lóðarstærð er 5300 m2 og miðað við nýtingarhlutfall 0,05 þá er heimilt að byggja 265,0 m2 á lóðinni að undangenginni breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. |
||
2. | Hreppslaug. umsókn um byggingaleyfi og niðurrif húss- Mál nr. 2006011 | |
Sótt er um að byggja nýtt þjónustuhús 161,5 m2 og rífa núverandi þjónustuhús. | ||
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa. | ||
3. | Fitjahlíð 29, byggingarmál- Mál nr. 1705003 | |
Sótt er um að byggja 40,0 m2 við núverandi hús sem er 23,3 m3. Heildarbyggingarmagn verður því 63,3 m2. | ||
Byggingaráformin er samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa. | ||
5. | Fitjahlíð 107, frístundahús- Mál nr. 1105007 | |
Sótt er breytingar á samþykktum aðaluppdráttum, um er að ræða minniháttar breytingar, s.s. staðsetningu inntaka o.s.frv. | ||
Breytingarnar eru samþykktar. | ||
Niðurrif |
||
4. | Neðri-Hrepppur, niðurrif húsa- Mál nr. 2005004 | |
Sótt er um að rífa og fjarlægja eftirtaldar byggingar, með umsókn fylgir veðbókarvottorð. Mhl. 050101-Fjós byggt 1947 070101-Hlaða byggð 1947 080101-hlaða byggð 1955 090101-Votheysgryfja byggð 1952 100101-Hesthús byggt 1955 130101-Mjólkurhús 1948. ( Fjós 050101 og hlaða 070101 eru sambyggð hús). |
||
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa. | ||
Fleira gerðist ekki.