55 – Afgreiðslufundir byggingafulltrúa

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingafulltrúa, fundur nr. 55

Dags. 1.6.2020

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – Skorradalshrepps
55. fundur

1. júní 2020 kl. 01:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Sæmundur Víglundsson og Jón E. Einarsson.
Fundarritari var  Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1. Hvammsskógur 27, Umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 1804001
Sótt er um að byggja frístundarhús 155,1m2 og gestahús 27,7m2, alls 182,8 m2.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa
2. Hrísás 18, byggingarleyfi- Mál nr. 1108001
Sótt er um að byggja 121,5 m2 við núverandi hús,sem er 51,3 m2.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti tilathugasemda byggingarfulltrúa
3. Dagverðarnes 130, umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 1604020
Sótt er um að byggja frístundarhús, 129,9m2 ásamt geymslukjallara 39,4m2.
Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

Niðurrif

4. Hvammur, umsókn um niðurrif mannvirkja- Mál nr. 1909016
Skógræktin, f.h. Ríkissjóðs Íslands skv. meðfylgjandi umboði eiganda, óskar eftir að rífa og fjarlægja eftirtalin mannvirki á landi Hvammms:
Fastanr. F2106670-
050101-Fjós, byggt 1946
060101-Véla/verkfærageymsla, byggt 1946
070101-Hlaða, byggð 1946
080101-Haughús, byggt 1946
090101-Bogaskemma, byggð 1946
100101-Skúr, byggður 1946
Samþykkt með fyrirvara um húsaskoðun sem nú stendur yfir.
5. Stóra – Drageyri, umsókn um niðurrif húsa- Mál nr. 2005005
Skógræktin, f.h. Ríkissjóðs Íslands skv. meðfylgjandi umboði eiganda, óskar eftir að rífa og fjarlægja eftirtalin mannvirki á landi Stóru-Drageyrar:
Fastanr. F2106788, Landnr. L134094
030101-Einbýlishús, byggt 1924
080101-Hesthús, byggt
110101-Véla/verkfærageymsla, byggð
120101-Bílskúr, byggður 1959
Samþykkt með fyrirvara um húsaskoðun sem nú stendur yfir.

 

 

 

 

Fleira gerðist ekki.