41 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Árið 2010, mánudaginn 11. janúar kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps 41. fund sinn. Þessir sátu fundinn: Jón P.Líndal (símleiðis), Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Karólína Hulda Guðmundsdóttir, Bjarni Þorsteinsson, Jón E. Einarsson og Ómar Pétursson
Fundarritari var Ómar Pétursson
Þetta gerðist:
Byggingarl.umsókn

1.

Vatnsendahlíð 103, Geymsluhús

(44.0010.30)

Mál nr. SK100001

060751-7579 Katrín Valentínusdóttir, Háahvammi 16, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja geymsluhús eins og meðfylgjandi teikningar Svanlaugs Sveinssonar sýna. Stærðir 8,2m² og 21,5m³
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

2.

Vatnsendahlíð 92, Nýtt frístundahús

(44.0009.20)

Mál nr. SK100003

021161-4469 Ólafur Gíslason, Álfaskeiði 80, 220 Hafnarfjörður
111060-5259 Þuríður Gísladóttir, Keldulandi 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús eins og meðfylgjandi uppdrættir frá Samúel Smára Hreggviðssyni sýna. Stærðir 40m² og 143,3m³.
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

3.

Fitjahlíð 14, frístundahús, viðbygging

(16.0001.40)

Mál nr. SK090050

060544-3959 Skúli Magnússon, Krosshömrum 33, 112 Reykjavík
Aftur til umræðu umsókn um leyfi til að stækka núverandi frístundahús. Grenndarkynning hefur farið fram. Stærðir viðbyggingar 10,6m² og 33,9m³
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

4.

Indriðastaðir 3, Nýtt frístundahús

(30.0000.30)

Mál nr. SK100002

680269-6619 Verkstjórafélag Reykjavíkur, Pósthólf 5286, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýtt frístundahús eins og meðfylgjandi teikningar frá Ingólfi Margeirssyni sýna. Stærðir 93,7m² og 315m³
Umsókninni er hafnað. Byggingarmagn á lóð samræmist ekki gildandi skipulagsskilmálum.

5.

Lambaás 6, umsókn um byggingarleyfi

(53.5000.60)

Mál nr. SK060007

200455-3719 Sigrún Edda Sigurðardóttir, Vindakór 5, 203 Kópavogur
Sótt er um afturköllun á byggingarleyfi sbr. tölvupóstur dags. 17. des 2009.
Samþykkt.

6.

Lambaás 4, nýtt sumarhús

(53.5000.40)

Mál nr. SK070012

180963-4059 Ragnheiður E Ragnarsdóttir, Bárugötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um afturköllun á byggingarleyfi. Bréf dags. 8.12.2009.
Samþykkt.

7.

Indriðastaðahlíð 104, nýtt sumarhús

(30.0010.40)

Mál nr. SK070043

630307-2010 BFT ehf, Tjarnargötu 4, 101 Reykjavík
Sótt er um afturköllun á byggingarleyfi sbr. tölvupóst dags. 10. des. 2009.
Samþykkt.
Stöðuleyfi

8.

Furuhvammur 2, gámur

(28.0300.20)

Mál nr. SK090025

210855-2979 Helga Óskarsdóttir, Lindarbyggð 15, 270 Mosfellsbær
Aftur til umræðu stöðuleyfi. Framlagt bréf frá lóðarhafa dags. 4. jan. 2010 þar sem sótt er um stöðuleyfi til marsloka 2010.
Nefndin fellst á rök umsækjanda sem fram koma í bréfinu og veitir stöðuleyfi til 31. mars 2010.
Framkvæmdarleyfi

9.

Stóra-Drageyri 2, vegslóði

(00.0420.01)

Mál nr. SK100004

250857-7999 Ragnhildur Ósk Pálsdóttir Erwin, Bretlandi,
Sótt er um leyfi til að leggja vegslóða að lóðinni. Grenndarkynning hefur farið fram.
Samþykkt.
Önnur mál

10.

Fitjahlíð 13, óleyfisframkvæmdir

(16.0001.30)

Mál nr. SK090064

040560-2709 Karólína Hulda Guðmundsdóttir, Fitjum, 311 Borgarnes
Bréf landeigenda að Fitjum , dags. 24. nóvember 2009, vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni. Ekki hefur verið brugðist við tilmælum til lóðarhafa um lagfæringar á lóðinni.
Landeigendum bárust athugasemdir lóðarhafa á Fitjahlíð 11 vegna framkvæmdanna sem náðu m.a. inn á viðkokmandi lóð. Fundað var með aðilum málisns og framkvæmdaraðila gerð grein fyrir lagalegum skyldum sínum gagnvart framkvæmdunum og aðliggjandi lóð.
Lagt er til að leitað verði til lögfræðinga Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi framhald málsins. Hulda Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsmál

11.

Dagverðarnes 47, deiliskipulagsbreyting – Sumarbústaðalóðir í Dagverðarnesi Skorradal

(12.0004.70)

Mál nr. SK090030

290754-5779 Brynhildur Sigmarsdóttir, Þrastanesi 18, 210 Garðabær
Deiliskipulagsbreyting v. Dagverðarness 47. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 28. desember 2009. Skipulagsstofnun telur deiliskipulagsbreytinguna það umfangsmikla að hún geti ekki talist óveruleg og bendir á að hana þurfi að auglýsa skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Jafnframt bendir Skipulagsstofnun á að æskilegt sé að deiliskipulagssvæðið sé skoðað heildstætt.
Lagt er til að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og bygingarlaga.

12.

Deiliskipulag, endurskoðun á eldra deiliskipulagi

Mál nr. SK100005

Endurskoðun eldra deiliskipulags í Skorradalshreppi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skrifstofu skipulags- og byggingarmála að útbúa minnisblað sem inniheldur áætlun um vinnu við endurskoðun eldra deiliskipulags í Skorradalshreppi.

13.

Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, sent til umsagnar

Mál nr. SK090011

Umsögn um Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar. Svarbréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 21. desember 2009, vegna athugasemda við auglýst aðalskipulag.
Lagt fram til kynningar.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 22:14